22.03.1943
Sameinað þing: 33. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í D-deild Alþingistíðinda. (3713)

157. mál, strandferðabátur fyrir Austurland

Sigurður E. Hlíðar:

Herra forseti. — Eins og þessi till. til þál. ber með sér, þá eru það þm. Austfirðinga, sem,skipa sér um hana. Nú kemur einn þm. Vestfirðinga og vill fá líka heimild Vestfjörðum til handa. Nú vil ég benda á það, að eigi er síður þörf fyrir Norðurland, að strandferðir þar komist í viðunanlegt horf. Ég legg til, að Norðurland verði ekki haft út undan, ef samþykkt verður einhver bót á þessum málum til handa Austur- og Vesturlandi.