04.02.1943
Neðri deild: 49. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 151 í B-deild Alþingistíðinda. (372)

119. mál, verðlag

Frsm. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. — Þetta frv., sem hér liggur fyrir, hefur verið til athugunar í fjhn., og klofnaði n. um málið. Meiri hl., hv. þm. A.-Húnv., hv. þm. V.-Húnv. og ég, höfum skilað sérstöku nál. og leggjum til, að frv. verði samþ., en niður verði felld fyrri málsgr. 3. gr. frv., en hún er, eins og hv. þm. er kunnugt, á þá leið, að tveir menn úr viðskiptaráði víki úr sæti, þegar um verðlagsákvæði er að ræða, en í staðinn komi verðlagsstjóri og annar maður, er ríkisstj. velur honum til aðstoðar. Eins og kunnugt er, þá er gert ráð fyrir í frv. til l. um viðskiptaráð, eins og það kom frá hv. ríkisstj., að tveir aðilar, þ.e.a.s. verzlunarráðið og S.Í.S., hafi rétt til að tilnefna sinn manninn hvor í viðskiptaráð, en Alþ. breytti frv. á þann veg, að ekki mætti skipa í viðskiptaráð fulltrúa fyrir sérstakar stéttir eða félög, sem hefðu beinna hagsmuna að gæta í sambandi við störf ráðsins eða eru í þjónustu aðila, sem svo er ástatt fyrir. Það er ljóst, að með þessu er numið burt ákvæðið um það, að í ráðinu skyldu vera fulltrúar fyrir þessa tvo aðila, sem áttu svo að víkja úr ráðinu, þegar um verðlagsákvæði væri að ræða. Viðskiptaráðið hefur verið skipað, og kann að vera, að ýmsir hafi eitthvað við þá skipun að athuga, enda mun vera erfitt að skipa svo nokkra n. eða ráð, að allir séu ánægðir með það. Ég held, að jafnvel þeir, sem hafa eitthvað að athuga við skipun víðskiptaráðs, geti alveg eins efazt um, að betur tækist til um skipun verðlagsstjóra og þess manns, sem á að koma honum til aðstoðar, þegar um verðlagsákvæði er að ræða, og tel ég því, að þar sem l. um viðskiptaráð voru samþ., eins og þau nú eru, þá eigi fyrri málsgr. 3. gr. að falla burt, eins og meiri hl. fjhn. leggur til.

Þá er hér brtt., sem er aðeins leiðrétting. Það er vísað í 6. gr. til 5. gr., en á að vera til 2. gr., og einnig er í 9. gr. vísað til 5. gr., en á að vera til 2. gr. Þetta er aðeins leiðrétting, og er n. óskipt um það atriði.

Hv. 2. þm. Reykv. skilar sérstöku nál., þar sem hann leggur til, að Alþ. kjósi fjóra menn, sem taki sæti í ráðinu, þegar um verðlag er að ræða, en aðeins formaður ráðsins sitji þar, þegar slík mál eru höfð þar með höndum. Hv. þm. V.-Ísf. hefur ekki skilað neinu nái., enda mun hann geta sætt sig við frv., eins og það var lagt fram frá hv. ríkisstj.

Ég þarf ekki að hafa fleiri orð um málið að svo stöddu. Meiri hl. n. leggur til, að frv. verði samþ. með þeim breyt., sem hún hefur borið fram við það.