12.04.1943
Sameinað þing: 41. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 150 í D-deild Alþingistíðinda. (3720)

157. mál, strandferðabátur fyrir Austurland

Frsm. (Jónas Jónsson):

Fjvn. hefur ekki alveg orðið samdóma um þetta mál. Meiri hl. hefur lagt til, að till. yrði breytt. Till. var send samgmn. til umsagnar. Töldu þeir eðlilegt að samþykkja till. um það, að undirbúin yrði bygging 2–4 báta, sem væru miðaðir við þá landshluta, sem mest þurfa þess með, fremur en að taka þennan eina landshluta út úr, þó að þörfin sé þar brýn og enginn neiti því, að þar sé þörfin einna mest fyrir samgöngubætur. Minni hl. mun gera grein fyrir skoðun sinni, og fer ég ekki út í það frekar, en ég held, að allri n. sé ljóst, að bæði fyrir Austfirði og aðra landshluta sé um að gera að fá hentuga báta, og þyrfti helzt að vera hægt að komast hjá að kaupa bát til bráðabirgða, sem gæti ekki orðið til frambúðar. En ég hygg, að öll n. hafi verið sammála um, þó að það komi ekki beinlínis við þessari till., að rétt gæti verið að taka á leigu þann heppilegasta bát, sem hægt væri að fá, til að bæta úr brýnustu þörf, þar til hægt yrði að fá bát smíðaðan.

Munurinn á till. sjálfri og brtt. er sá, að hv. flm. fara fram á, að þetta mál sé leyst fyrir Austfirði eina, en meiri hl. n. leggur til, að hafinn verði undirbúningur til að leysa þetta mál fyrir landið í Meild sinni, um leið og það er leyst fyrir Austfirði. Nú liggur enn fremur fyrir þinginu till., sem væntanlega verður samþ., um að setja m]m. í strandferðamálum, og ef svo færi, að þessi till. yrði samþ., þá væri unnt að athuga þessi mál öll í heild.

Ég hef svo ekki meira um þetta mál að segja.