29.03.1943
Sameinað þing: 34. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 159 í D-deild Alþingistíðinda. (3735)

150. mál, jarðeignarmál kaupstaða, kauptúna og sjávarþorpa

Félmrh. (Jóhann Sæmundsson):

Herra forseti. —- Ég skal svara þessari fyrirspurn frá hv. 2. þm. S.-M. Mér virðist, ef brtt. þessi verður samþ., sem allshn. ber hér fram, beri ríkisstj. að skipa n. eða láta gera athugun á annan hátt, eins og stendur í þáltill., í þessum efnum. Ég get ekki svarað þessu nema fyrir sjálfan mig. En mér finnst eðlilegt, að slík nefndarskipun yrði í samræmi við það, sem hv. fyrirspyrjandi lét hér í ljós óskir um. En ég get ekki svarað þessu nema fyrir mig. Ég geri ráð fyrir, að ríkisstj. í heild sinni taki afstöðu til þessa máls, hvernig þessi rannsókn skuli gerð, ef brtt. verður samþ., með nefndarskipun eða á annan hátt, og þá um leið, hvernig n. yrði skipuð með tilliti til flokkanna.