04.02.1943
Neðri deild: 49. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 154 í B-deild Alþingistíðinda. (374)

119. mál, verðlag

Finnur Jónsson:

Herra forseti. — Mér koma þessar brtt. hv. meiri hl. fjhn. nokkuð einkennilega fyrir, sérstaklega eftir það, að búið er að skipa í víðskiptaráðið, að því er virðist, nokkuð þvert ofan í það, sem Alþ. ætlaðist til. Það mun hafa v erið ætlazt til þess af hæstv. Alþ., að ekki væru neinir sérstakir fulltrúar vissra verzlunarfyrirtækja í þessu víðskiptaráði. En svo gerir hæstv. vlðskmrh. sér hægt um hönd og fer í kringum lögin og skipar menn frá þessum tveimur stofnunum, Samb. ísl. samvinnufélaga og Verzlunarráði Íslands, í ráðið, og þeir fara úr stöðum sínum vianlega með það fyrir augum að starfa fyrir þessar stofnanir og fara svo að sjálfsögðu aftur inn í fyrri stöður sínar, þegar þeir hætta þessu verðlagseftirliti. Af þessum ástæðum virtust vera full rök fyrir því að gera ekki þá brtt., sem hv. meiri hl. fjhn. hefur lagt hér fram till. um. Það virðist vera ástæða til þess að halda þeim ákvæðum í l. að láta þá menn víkja úr víðskiptaráðinu, sem voru skipaðir í það í raun og veru þvert ofan í það, sem leit út fyrir, að hæstv. Alþ. hefði ætlazt til, að gert yrði.

Ég bar fram aths. um verðlagseftirlitið í landinu við hæstv. viðskmrh. fyrir nokkru síðan. Hann mun þá hafa verið veikur og er nýfarinn að mæta hér aftur á fundum. Fyrirspurn sú, sem ég þá bar fram út af verðlagseftirlitinu, var gerð af því tilefni, að ummæli voru í Tímanum um það, að dómnefnd í verðlagsmálum hefði leyft hækkanir á matvörum, eftir að tilkynningin hafði verið gefin út af ríkisstj. 19. des. 1942 um það, að enga vöru mætti selja á landinu hærra verði en hún hefði verið seld á hverjum stað hinn 18. des. 1942. Virðist það vera mjög einkennilegt, ef leyft væri að hækka vöruverð og að það væri sjálf dómnefnd í verðlagsmálum eða ríkisstj., sem leyfði þessar hækkanir. Hæstv. viðskmrh. hefur nú gefið á þessu þær skýringar, að það hafi á skömmtunarvörum, að mér skilst, gilt tvenns konar hámarksverð, þegar þessi auglýsing gekk í gildi, annað á vörum, sem geymdar hafi verið, sem ekki hafi verið leyft að hækka, en hitt fyrir nýkomnar vörur. Nú var þessi auglýsing svo ótvíræð, að það var algerlega bannað að selja vörur hærra verði en því lægsta, sem gilti á hverjum stað. Hafi þess vegna verið um tvenns konar hámarksverð að ræða á einhverjum stað, virtist eftir auglýsingunni alveg ótvírætt, að það ætti að vera lægra verðið, en ekki hærra verðið, sem ætti þar að gilda.

Nú vil ég spyrja hæstv. viðskmrh. í framhaldi af þeirri fyrirspurn, sem ég gerði hér áðan, hvort það hafi verið einhver prentvilla í þessari tilkynningu, þannig að það hafi misritazt lægsta í staðinn fyrir hæsta eða eitthvað þess háttar, öðruvísi verður ekki fengið neitt vit út úr þessari skýringu, að mér finnst, sem hæstv. viðskmrh. hefur gefið hér á Alþ. og birt hefur verið í blöðunum áður. Ég geng út frá því, að það hafi yfirleitt verið svo, að hámarksverðið hafi verið lægsta verðið, sem vara var seld fyrir á hverjum stað, en ekki það lægsta. Ef það kynni nú að vera, að einhver prentvilla hefði verið í þessari auglýsingu, þá væri vissulega víðkunnanlegra, að hún væri leiðrétt. En ef það kynni að vera svo, að þessi tilkynning hefði rekizt svo óþægilega á veruleikann, að hún hafi ekki getað staðizt, þá væri viðkunnanlegra af hæstv. ríkisstj. að gefa út um það nýja tilkynningu heldur en að láta standa óbreytt ákvæði, sem brjóta í bága við hana.