06.04.1943
Sameinað þing: 39. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 165 í D-deild Alþingistíðinda. (3748)

150. mál, jarðeignarmál kaupstaða, kauptúna og sjávarþorpa

Gísli Jónsson:

Ég tók fram við síðustu umr., að ég teldi ekki mikla hættu í því fólgna að setja þetta mál til athugunar. Það er ekki sama og að samþ. neina gerbylting í málunum, þótt ýmsum finnist nefndarskipunin hljóta að þýða sigur sinna sjónarmiða. Í n. voru mjög skiptar skoðanir, en samkomulag um þetta eitt, að till., eins og n. orðaði hana, mætti ganga fram. Þá er ríkisstj. látin um það, hvort hún skipar n. eða lætur byggja frv. á þeim upplýsingum, sem fyrir liggja. Ég tel það alls ekki greiða fyrir öllum málum, að í þær séu settar pólitískar n., til þess að þar verði annaðhvort um þau hrossakaup eða reipdráttur um svo að segja allt. Ég er ekki viss um, að ætíð sé til bóta, að bærinn eigi land sitt allt. vísað hefur verið til Hafnarfjarðar t.d. En þar hefur það ekki minnstu áhrif á dýrtíðina, þótt bærinn eigi lóðirnar og leigi þær ódýrt. Afnotagjald af sjálfum eignunum eða byggingunum hækkar eins þrátt fyrir það. Sveitar- og bæjarstjórnir kringum land líta þetta ekki heldur allar sömu augum. Eitt þorpið hefur nú verið að auglýsa í útvarpi til sölu jörð, sem liggur svo fast við þorpið, að þar standa sum húsin. N. telur nauðsyn, að leitað sé álits bæjar- og sveitarstjórna og samkomulags á þeim grundvelli, sem þannig yrði fenginn. Ég get verið því sammála, að þegar eignir einstaklinga hækka í verði við hafnarbætur og fleira, sem ríkið lætur gera, þurfi að athuga, hver eigi að njóta ávaxtanna. Ég held óhætt sé að samþ. till. eins og n. gekk frá henni, þó að það virðist koma illa við hégóma hv. þm. Borgf.