01.04.1943
Sameinað þing: 37. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 182 í D-deild Alþingistíðinda. (3813)

164. mál, framtíðarafnot Reykhóla

Kristinn Andrésson:

Ég vil þakka hv. 2. þm. S.-M. fyrir það, sem hann sagði. Ég hafði einmitt vakið máls á þessu í n., að þessi undirbúningsn. væri skipuð einmitt á þennan hátt, og vil ég því taka undir þessi orð hv. þm. og beina því til n., að hún taki það til athugunar. Það, sem studdi mig í að skrifa undir nál. athugasemdalaust, var, að ég hélt, að fræðslumálastjóri sjálfur hefði mælt með þessari skipun n., og mér fannst réttara að skrifa undir það en eiga á hættu að tefja framgang málsins. En ég vil taka undir þetta og beina því til þeirrar n., sem fær málið til athugunar.