12.04.1943
Sameinað þing: 41. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 190 í D-deild Alþingistíðinda. (3840)

167. mál, skipasmíðastöðvar í Reykjavík og strandferðir

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. — Það eru aðeins örfá orð að gefnu tilefni. Þessi þál., sem hv. þm. N.-Ísf. las upp, fjallar í fyrsta lagi um rannsókn og undirbúning þess, að hér verði reist skipasmíðastöð. Því næst, ef þetta v æri hægt, þá að greiða fyrir innflutningi efnis til smíðanna. Ég get upplýst það, að athugun á þessu máli heyrir undir atvmrh., og get ég ekki svarað því, hvort hann hefur gert eitthvað í þessu eða hvað það hefur verið. Hv. þm. N.-Ísf. verður því að beina þessari fyrirspurn sinni til fyrrv. hæstv. atvmrh., hv. þm. G.-K.