12.04.1943
Sameinað þing: 41. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 190 í D-deild Alþingistíðinda. (3842)

167. mál, skipasmíðastöðvar í Reykjavík og strandferðir

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. — Ég vil taka það fram út af ummælum hv. þm. N.-Ísf., að þetta mál heyrir undir atvmrh. og mér var ekki kunnugt um, að hann hefði neitt aðhafzt í því. Ég sagði þó ekki, að hann hefði ekkert gert, vegna þess, að hann kann að hafa gert eitthvað, án þess að mér væri kunnugt um það, og vildi ég því ekkert fullyrða. Mér finnst það koma úr hörðustu átt, ef hv. þm. N.-Ísf. er að finna að því við mig, að ég skuli ekki vilja fullyrða, að hv. þm. G.-K. hafi ekkert gert.