12.04.1943
Neðri deild: 97. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 200 í D-deild Alþingistíðinda. (3854)

178. mál, útgáfa á Njálssögu

Sigurður Guðnason:

Herra forseti. — Ég vildi aðeins koma með fyrirspurn. Af því að ég veit, að Njála fæst í öllum bókabúðum, en ýmsar aðrar fornsögur fást ekki, t.d. Landnáma, hvers vegna er þá ekki byrjað á því að gefa hana út, en Njála heldur látin bíða þar til seinna?