06.01.1943
Sameinað þing: 13. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 257 í D-deild Alþingistíðinda. (3913)

20. mál, kjarnafóður og síldarmjöl

Ingólfur Jónsson:

Hv. þm. Ísaf. (FJ) talaði um það hér áðan, að verðlag landbúaðarvara væri ákveðið út í bláinn. Hér er talað af vanþekkingu þess manns, sem ekki þekkir til staðhátta í sveitum. Verðlag á kjöti á síðasta hausti var ákveðið í samræmi við óskir búnaðarsambanda og óskir deildarstjóra í Sláturfélagi Suðurlands, sem höfðu komið saman á fundi og gert till. um, hvað bændur þyrftu að fá fyrir kjötið á síðasta hausti til þess að standast þann kostnað, sem hækkað kaup hafði í för með sér. Þessi hv. þm. (FJ) veit manna bezt, hve mikið kaup hækkaði á síðasta ári, og honum er kunnugt um, að grunnkaup var hækkað um 25–30% í ágúst s.l. En ólíklegt ei; að hv. þm. Ísaf. ætlist til þess, að bændur fái engar úrbætur í samræmi við grunnkaupshækkanir verkamanna og þeim verði ekki gelt mögulegt að halda búrekstri sínum áfram. Verð á kjöti á síðasta hausti var ákveðið í samræmi við það, sem bændur þurftu að fá fyrir vöruna og við þær óskir, sem búnaðarsambönd og deildarstjórar í Sláturfélagi Suðurlands báru fram. Það, sem þessi hv. þm. segir um það, að það sé athugunarvert, hvort Alþ. eigi að standa við gerðar skuldbindingar um verðlag á þessari vöru, það er að læta gráu ofan á svart um það, sem sagt hefur verið um þetta efni. Og þar sem hv. þm. Ísaf. talaði um, að bændum blöskraði að taka við þeim uppbótum, sem þeim voru ætlaðar, þá er það líka af ókunnugleika sagt hjá þessum hv. þm., sem ekki hefur gefið sér tíma til að setja sig inn í kjör bændanna.

Annars held ég, að það væri ekkert óhollt fyrir okkar þjóð, þó að landbúnaðurinn kæmist að einhverju leyti úr þeirri úlfakreppu, sem hann var í, þannig að bændur losuðu sig við eitthvað af skuldum sínum og kæmu út úr þessu stríði betur búnir undir það að mæta kreppu eftir stríðið heldur en eftir síðustu heimsstyrjöld. Og þó að ekki þyrfti að stofna kreppulánasjóð eftir þessa yfirstandandi heimsstyrjöld, held ég, að enginn þyrfti að harma það.

Hér hefur mikið verið talað um síldarmjöl og úthlutun á því. Það er vitað, að bændur hafa ekki fengið allar þær pantanir afgreiddar, sem þeir hafa gert um síldarmjöl. Pantanir hafa komið upp á 12 þúsund tonn síldarmjöls, að því er fulltrúi í stjórnarráðinu hefur tjáð mér. Það, sem notað var á s.I. ári af síldarmjöli, var 5 þús. tonn. Ríkisstj. fór á s.l. sumri til Búnaðarfélags Íslands til þess að leita ráða um það, hve mikið skyldi ætla til notkunar innan lands af síldarmjöli á þessum vetri, og hún fékk það sval, að ráðlegt væri að áætla það 6500 tonn á móti 5000 tonnum, sem notuð voru á s.l. vetri. Þótti það ríflega áætlað. En þegar þetta var, var það kunnugt, að til voru í landinu 8200 tonn af síldarmjöli og 1000 eða 2000 tonn af fiskimjöli. Það virtist því svo sem ekki mundi koma til skorts á fóðurmjöli. Þar sem forseti hefur tilkynnt, að tími minn sé liðinn, lýk ég máli mínu um sinn.