15.01.1943
Neðri deild: 33. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 275 í D-deild Alþingistíðinda. (3946)

106. mál, rafleiðsla frá Akureyri til Dalvíkur

Sigurður Thoroddsen:

Ég efast ekki um, að þessi þáltill. sé flutt í góðri meiningu af hv. flm. (GÞ), og um málið er ekkert annað en gott að segja. Mér er hins vegar kunnugt um, að rafmagnseftirlitið gerði 1939 nákvæma athugun á því, sem hér er farið fram á, að rannsakað verði. Þessi þáltill. fer því í raun og veru ekki fram á annað en að endurskoða þessa áætlun, sem yrði ekki nema nokkurra tíma verk fyrir verkfræðinga, sem starfa hjá ríkinu, svo að kostnaðurinn yrði ekki nema lítill við þetta. Mér finnst, að hv. flm. hefði getað sparað sér ómak við að flytja þessa þáltill., því að hann hefði getað aflað sér upplýsinga um þetta, ef hann hefði leitað til réttra staða.