06.02.1943
Neðri deild: 51. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 277 í D-deild Alþingistíðinda. (3955)

123. mál, rafvirkjun fyrir Vestur-Skaftafellssýslu

Flm. (Gísli Sveinsson):

Það er í rauninni hvorki mín hugsun né heldur venja hér að hafa á móti því, að máli sé vísað til n. En það vill svo til, að það er öðru máli að gegna um þá till., sein hv. þm. V.-Húnv. minntist á, heldur en þá, sem hér liggur fyrir. Í till. hv. 2. þm. Eyf. er lagt til, að fram fari rannsókn á því, hvernig sjá mætti fyrir þörfum ákveðins héraðs, og má segja, að það þyrfti athugunar meir en svo, að slíkt yrði samþ. nefndarlaust. Aftur á móti er þessi till. á þann veg, að ætla mætti, að það væri þarflaust, að hún gengi til n. nú, þar sem hún mun væntanlega fá athugun hjá þeirri n., sem á að hafa þessi mál með höndum. Í annan stað vildi ég spyrja þennan hv. þm. um það, hvort fjhn. er þá búin að skila þessari till. Það er frá mínu sjónarmiði þýðingarlítið að vísa till. til n. til þess eins, að þær séu svæfðar þar, og ef það er meiningin, að þeirri till. verði ekki skilað úr n., þá legg ég að sjálfsögðu á móti því, að þessari till. verði vísað til n. En verði þessari till. vísað til n., vil ég vænta þess, að hún skili henni af sér aftur, eins og vera ber.