04.02.1943
Efri deild: 47. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 168 í B-deild Alþingistíðinda. (405)

132. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1943

Bjarni Benediktsson:

Ég teldi eðlilegra að vísa frv. sem fyrst til allshn. og freista þar samkomulags um málið, en freista þess að koma því fram án n. eins og hæstv. forsrh. gerði hálft í hvoru ráð fyrir.

Ég held, að skoðanir séu ekki skiptar um, að það sé allt annað en haganlegt að slíta þingi nú eftir 10 daga og hefja annað, þar sem öll mál ætti að taka upp frá rótum. Mikil vinna færi forgörðum, og vandkvæðin mætti lengi telja. Aðalástæðan gegn því að fara leið þessa frv. er, að enn sé ekki orðið nógu ljóst, hvert ríkisstj. stefnir. En mér skilst mega komast að því með viðræðum við hana, hvort fyrir henni vakir nokkuð því líkt sem að stofna hér til nokkurra mánaða einræðis. Í öðru lagi efast ég ekki um, að við athugun í n. muni koma í ljós, að hæstv. ríkisstj. muni fara eftir vilja þ. um það, hve lengi það skuli sitja að þessu sinni og að hún muni kalla saman þ., ef meiri hluti þm. óskar þess. Ég get vel skilið tregðu manna að samþ. frv., meðan ekki er full vitneskja fengin um þessi atriði. Þess vegna ætti það að greiða fyrir má1inu, að það yrði rætt í n., þar sem allir flokkar eiga fulltrúa.