04.02.1943
Efri deild: 47. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 169 í B-deild Alþingistíðinda. (406)

132. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1943

Brynjólfur Bjarnason:

Ég get tekið undir það með hv. 6. þm. Reykv. (BBen), að málinu eigi strax að vísa til n., svo að menn taki þar afstöðu til þess, og hæstv. forsrh. er ég sammála um, að afgreiða beri það sem allra fyrst, hvort sem Alþ. fellst á það eða hafnar.

Ég vil lýsa yfir því, að eins og þetta mál er fram borið, mun Sósfl. ekki geta fallizt á það. Mér skilst aðalröksemdin vera sú, að ríkisstj. treysti sér ekki að leggja nú fram fjárlfrv. fyrir 1944 nema til málamynda og telji betra að láta það ógert. En þannig hefur staðið á öll stríðsárin. Þ. hefur engu að síður komið saman í febrúar og verið lagt fram frv. til fjárl. og engum þótt óeðlilegt, þótt það ætti eftir að taka mjög miklum stakkaskiptum. Þ. hefur verið frestað og komið saman aftur að haustinu til að afgreiða fjárl. Ég sé ekki neina ástæðu til annars en að svo mætti enn fara að, fremur en ganga á snið við bein stjórnarskrárfyrirmæli um samkomudag þingsins.

Hins vegar hefur komið fram af hálfu þ)n. sú röksemd gegn því að slíta nú þ., að tvíverknaður yrði að þurfa að taka til nýrrar meðferðar á öðru þ. þau mál, sem nú liggja fyrir Alþ., heppilegri vinnubrögð séu að ljúka þeim af fyrir þingslit. Þetta er veruleg röksemd. En skynsamleg vinnubrögð mætti hafa með einfaldara móti en því að ganga á snið við stjskr. Samkvæmt þeirri röksemd mundi í rauninni nægja að fresta þ. þangað til í marz. En vel kemur til mála að fresta alls ekki, heldur kæmu þingflokkar sér saman um, að þeim notum, sem komin eru nokkuð áleiðis, yrði komið fyrstu daga hins nýja þ. á það stig, sem þau eru á nú, svo að þau tefðust ekki óeðlilega.

Hitt verður ríkisstj. að skilja, að þegar eins stendur á og hér, að hún er ekki venjuleg þingræðisstjórn, hefur ekki bak við sig neinn ákveðinn þingmeirihluta. þá kemur ekki til greina, að hún geti setið langan tíma án þ. Hún hefur enga trygging fyrir því, að þ. samþ. þau bráðabl., sem hún hlyti þá að gefa út.

Ég er sammála því, að frv. beri að vísa til n. sem fyrst til að athuga þær leiðir, sem til eru.