04.02.1943
Efri deild: 47. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 169 í B-deild Alþingistíðinda. (407)

132. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1943

Gísli Jónsson:

Ég vil endurtaka það, hve mikilsvert væri að láta nýtt forsetakjör fara

fram, áður en Alþ. er frestað. Það er ljóst, að þegar það er farið heim, muni ríkisstj. aðallega hafa samvinnu við forsetana, því að mér kemur ekki til hugar, að hún ætli inn á braut. neins einræðis. Þá ríður mikið á að útiloka t.d. ekki annan stærsta þingflokkinn frá samvinnu forseta og ríkisstj., þann flokkinn, sem á kannske ríkust ítökin í ríkisstjórninni.