04.02.1943
Efri deild: 47. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 170 í B-deild Alþingistíðinda. (408)

132. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1943

Bjarni Benediktsson:

Ég vildi aðeins leiðrétta þann misskilning, að þetta frv. sé brot á stjskr. Í stjskr. er beinlinis gert ráð fyrir, að Alþ. geti breytt samkomudegi sínum, og það hefur óteljandi sinnum verið gert með samkomulagi, einkum vegna þess að óheppilegt hefur þótt að afgr. fjárlög snemma árs. Vegna þess, sem hv. 5. þm. Reykv. sagði, vil ég taka fram, að það er fráleitt, að þ. sleppi öllum völdum í hendur ríkisstj. með því að samþ. frv. Henni getur ekki dottið í hug að slíta þessu þ. fyrr en það sjálft vill. (Forsrh: Það má lita á niðurlagið á aths. frv.). Í n. ætti að mega ræða frekar um þetta við hæstv. ríkisstj.