18.12.1942
Sameinað þing: 11. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 319 í D-deild Alþingistíðinda. (4087)

56. mál, byggingarsjóður verkamanna

Sigurður Guðnason:

Ég ætla ekki að halda langa framsöguræðu um þessa þáltill. Það hefur verið svo, að upphaflega hafa verið stofnaðir gjaldstofnar vegna mála, sem hafa verið góð í eðli sínu. Svo hefur verið hætt að láta þessa gjaldstofna ganga til þess, sem þeim upphaflega var ætlað, og þeir látnir ganga í ríkissjóð. Þetta er svona með byggingarsjóð verkamanna. Það var mikið mál og gott, þegar hann var stofnaður, og átti gróðinn af Tóbakseinkasölu ríkisins, sem er há upphæð, að ganga til hans. Þessum sjóði er jafnmikil nauðsyn á að fá þessa upphæð frá undanförnum árum og honum var í byrjun, og er það því efni þessarar þáltill, að látið sé ganga til byggingarsjóðs verkamanna það, sem frá honum hefur verið tekið á undanförnum árum.

Ég óska eftir, að till. verði vísað til síðari umr. og til fjvn.