08.01.1943
Sameinað þing: 14. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 321 í D-deild Alþingistíðinda. (4116)

62. mál, raforkuveita Reyðarfjarðarhrepps

Flm. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. — Rafveita Reyðarfjarðarkauptúns er nú orðin algerlega ófullnægjandi fyrir íbúa kauptúnsins. Kveður svo rammt að þessu, að íbúarnir telja sig varla geta beðið með það að stækka rafveituna.

Nú er það álit þeirra kunnáttumanna, sem um þetta hafa fjallað, að til þess, að stækkunin geti farið fram svo til frambúðar megi verða, þurfi að gera hvort tveggja í senn að auka þau mannvirki, sem fyrir eru, og endurnýja suma hluti rafveitunnar.

Ég þarf ekki að hafa með þessari þáltill. langa framsögu, en vil aðeins geta þess, að þörfin fyrir þessa stækkun er ákaflega brýn. Má vel vera, að mönnum vaxi nokkuð í augum sú upphæð, sem farið er fram á, að veitt verði í þessu skyni, með tilliti til þess, að hér er ekki um mjög stórt kauptún að ræða. En þess ber að gæta, að einmitt á þessum stað má gera ráð fyrir, að rísi upp mikill iðnaður í framtíðinni og menn þurfi á miltilli raforku að halda til þess iðnaðar.

Ég sé ekki ástæðu til að fara að rekja það hér, hvernig hugsað er að framkvæma þessa gerbreyt. á rafstöðinni, en mun að sjálfsögðu leggja þau skilríki, sem ég hef í höndum fyrir því, fram fyrir hv. fjvn., og það er till. mín, að þessari þáltill. verði að þessari fyrri umr. lokinni, vísað til þeirrar hv. n.