16.03.1943
Sameinað þing: 32. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 325 í D-deild Alþingistíðinda. (4143)

91. mál, raforkuveita í Suður-Þingeyjarsýslu

Flm. (Jónas Jónsson):

Herra forseti. — Ég þarf ekki að fjölyrða um þetta mál, því að það er skýrt í grg., sem fylgir.

Eins og menn muna, gerði ég till. um það, að rafmagn yrði leitt um allt Ísland, allar byggðir þess og þorp. En hún náði ekki samþykki.

En æskilegt væri að taka eitt hérað og gera tillögur um kostnaðaráætlun. Það vill svo til, að í Þingeyjarsýslu liggur orkuverið á miðju svæðinu, sem þéttbýlast er. Ef nokkurt hérað verður raflýst, má búast við, að Þingeyjarsýsla verði það tiltölulega fljótt. Áætlun hefur verið verð af starfsmönnum Rafmagnseftirlits ríkisins. Álít ég þetta á margan hátt mjög æskilegt spor og tel, að það geti orðið til leiðbeiningar um frekari framkvæmdir. Mörgum vafasömum atriðum verður svarað og margt skýrist við rannsókn þessa máls. Ég sé ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta mál, en vona, að það geti orðið rafmagnsmálum landsins til stuðnings.