07.12.1942
Neðri deild: 10. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 329 í D-deild Alþingistíðinda. (4182)

24. mál, dýpkunarskip ríkisins

Flm. (Gísli Guðmundsson):

Við hv. þm. V.-Húnv. flytjum hér þáltill. þess efnis að skora á ríkisstj. að athuga möguleika á því, að ríkið eignist dýpkunarskip og önnur dýpkunartæki, er nauðsynleg þykja. Slíkt skip og tæki þarf að nota í svo að segja hvert skipti, sem hafnir eru byggðar, og einnig til að halda þeim við.

Í þessu efni hefur ríkið mikið verk með höndum, en skortir hin nauðsynlegu tæki og verður því að fá þau að láni. Hitt virðist þó vera miklu eðlilegra, að ríkið eignaðist slík dýpkunartæki.

Ég sé ekki ástæðu til að fara um þetta mörgum orðum, en legg til, að umr. verði frestað og málinu vísað til sjútvn.