15.01.1943
Efri deild: 32. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 360 í D-deild Alþingistíðinda. (4206)

92. mál, framlög úr ríkissjóði í nokkrum löndum til skálda og listamanna

Flm. (Jónas Jónsson):

Þessi till. til þál. er í rauninni aðeins viðbót við frv. um menntamálaráð, sem flutt er af hv. 7. landsk. þm. Till. fer fram á, að aflað sé vitneskju um, hvernig varið sé ríkisstyrkjum til listamanna í löndum, sem greint er frá í till. Í grg. till. er allt fram tekið, sem þurfa þykir, og mun ég ekki fjölyrða um þetta mál að sinni, en vil gera það að till. minni, að umr. verði frestað og málinu vísað til menntmn.