13.04.1943
Efri deild: 99. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 366 í D-deild Alþingistíðinda. (4234)

130. mál, eignarnámsheimild á jarðhitasvæði Hveragerðis í Ölfusi

Atvmrh. (Vilhjálmur Þór):

Herra forseti. Ríkisstj. telur verðbólgutíma þá, sem nú eru, ekki heppilega til þess að kaupa jarðir, vegna þess að líkur eru til, að verðlag fari fallandi. Eftir athugun á þessu máli, hef ég enn fremur séð, að það virðist ekki mjög aðkallandi, að jarðhitasvæðin í Hveragerði verði keypt, því að ég sé ekki annað en hægt sé að skipuleggja þorpið, án þess að ríkið eigi jarðirnar. Ríkisstj. hyggst því ekki að nota þessa heimild að óbreyttum kringum stæðum.