29.01.1943
Sameinað þing: 17. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 199 í B-deild Alþingistíðinda. (482)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Forseti (GSv):

Hv. þm., sem talaði, viðhafði óþingleg orð. Ég mun þó láta það viðgangast um sinn, ef ekki er vegið í sama knérunn.

Viðvíkjandi fyrirspurn þm. til forseta, hvort ég teldi ekki rétt að vita þm. fyrir atkvgr., fer því fjarri, að það sé rétt eða skyldugt. Þm. hafa rétt til að greiða atkv. eins og þeir vilja, án þess að forseti hafi þar nokkuð að segja. Þeim er og frjálst að gera þá grein fyrir atkv. sínu sem þeir kjósa, og bera þeir sjálfir ábyrgð á því.