29.01.1943
Sameinað þing: 17. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 207 í B-deild Alþingistíðinda. (487)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Sigfús Sigurhjartarson:

Herra forseti. — Mér hefur heyrzt á ýmsum fjvnm., að þeim þyki fyrrverandi fjmrh. hafa búið frv. fremur losaralega í hendur n. Kveðst hv. n. hafa orðið að gera hér um bil 7 millj. kr. leiðréttingu á frv. Hæstv. ráðh. fyrrverandi mun geta afsakað sig að nokkru með því, að hann hafi fengið fremur losaralegar skýrslur frá ýmsum ríkisstofnunum um þau efni, er leggja varð til grundvallar frv. Mér í þinginu hefur t.d. verið lesið bréf frá einum embættismanni landsins, þar sem hann segist ekki treysta sér til að gera neinar áætlanir á þessum brjáluðu tímum. Ég verð að segja, að ég efast um, að ríkið geti látið sér sæma að hafa svo brjálaða menn í þjónustu sinni. Ég skal taka það fram þegar í stað, að ég veit raunar ekki, hver sá embættismaður er, sem hér ræðir um. — Hv. fjvn. hefur nú haft frv. til meðferðar, eins og það kom frá hæstv. ráðh., og gert á því leiðréttingar. Hefði nú mátt ætla, að hún léti sér víti ráðuneytisins að varnaði verða og undirbyggi það sem bezt. En því er nú ekki að heilsa. Hafi frv. áður verið illa úr garði gert, þá hefur hv. n. gert það enn verr úr garði og fleygir því þannig í þingið. Tolltekjur af útlendum vörum voru á síðasta ári 44,2 millj, kr. og af innlendum vörum 1 millj. kr., og svo kemur hv. fjvn. og áætlar tollana 20 millj. kr. Þetta er fjarri öllum sanni. Tekjur eru hér áætlaðar rúmlega 40 millj. kr., þó að þær hafi reynzt 86 millj. kr. á síðasta ári. Þá skal ég nefna nokkra pósta, sem hv. fjvn. finnst ástæða til að hespa gegnum þingið og láta ekki ræða nema eina umr. Ég veit, að hv. n. muni vera sammála um, a,ð leggja verði að minnsta kosti 1,2 millj. kr. til vega, 1,8 millj. kr. til hafnargerða og 0,8 millj. kr. til brúargerða. Þetta er samtals 3,8 millj. kr. Þá vita allir, að hér siglir hraðbyri gegnum þingið frv. fiskveiðasjóðs, en það bakar ríkissjóði um 2 millj. kr. útgjöld. Einnig má minna á það, að ekki var gert ráð fyrir, að uppbót til embættismanna og starfsmanna ríkisins yrði greidd nema hálft árið, en þó munu allir hv. þm. vera sammála um, að ekki komi annað til mála en greiða hana allt árið, en sú leiðrétting mundi nema 1,7 millj. kr. Svo eru varnirnar gegn sauðfjárpestinni. Ég býst við, að hv. þm. vilji láta halda þeim áfram, og verða þá framlög að aukast um 2 millj. kr. Hér er þá komin upphæð, sem nemar 9,5 millj. kr. Auk þess liggja fyrir erindi til þingsins um margs konar nauðsynlegar framkvæmdir svo sem stækkun Landspítalans, stofnun fávitahælis, smíði sáttvarnahúss, stofnun drykkjumannahælis o.fl., og allt er þetta mjög ilauðsynlegt. Býst ég við, að allir muni vera sammála um, að þessir hlutir muni ekki hækka fjárl. um minna en 20–30 millj. kr. Hæstv. fyrrvermdi fjmrh. gekk að vísu losaralega frá fjárlfrv., en leiðréttingin við frv. hans nemur þó ekki nema svo sem 7 millj. kr., en frv. hv. fjvn. mun þurfa að leiðrétta um 20 millj. kr. a.m.k. Illa gerði hinn fyrri, en verr þó hinn síðari. Ég þarf ekki að spyrja, hvort hv. þm. séu yfirleitt ánægðir með slíka meðferð fjárl., að láta hækka frv. um 20–30 millj. kr. við síðustu umr. í stað þess að láta ræða slíkar breytingar við 2. umr. Það er kunnugt, að tveir menn hafa með ofríki knúið það fram í tveim stærstu þingflokkunum, að þessi afgreiðsla yrði höfð. Það eru þeir hv. þm. Borgf. og hv. þm. S.-Þ., mennirnir, sem undanfarin ár hafa unnið að því að gera fjvn. að litla Alþ., sem afgreiddi málin sjálf beint til ríkisstj. Þeir vilja nú knýja hv. þm. til að afgreiða fjárlfrv. ofan í vilja sinn, því að ég veit, að flestallir hv. þm. vilja í rauninni láta ræða allar brtt. við 2. umr. En ég vil þó benda á það, að ég hygg, að til sé opin leið til að forðast þessa vansæmd. Hún er sú að gefa flokkunum tækifæri til að koma fram með brtt. og leggja fyrir n., en fresta jafnframt þessari umr. Þá fæst eðlileg afgreiðsla málsins, og 3. umr. getur þá farið fram eins og vera ber. Það verður þá vitað, l að hv. n. leggur til, og hv. þm. geta þá komið fram með lokabrtt. sínar, eins og vant er. Með þessu yrði komið í veg fyrir, að afgreiðsla fjárl. yrði eins flaustursleg og á siðasta þingi, þegar samþ. var þál., sem nú er komið á daginn, að kostar ríkissjóð 25 millj. kr. Ég beini því hér með til hæstv. forseta, hvort hann vill ekki fallast á þessa lausn og fresta þar með umr.