01.02.1943
Sameinað þing: 18. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í B-deild Alþingistíðinda. (492)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. — Það hefur komið glöggt fram í þessum umr., að meiri hl. þm. ætlast til, að umr. um fjárl. verði stuttar að þessu sinni, a.m.k. 2. umr. Það, sem einkum hefur verið umræðuefnið til þessa, er hin óvenjulega afgreiðsla fjvn. á þessu frv. Það er nokkur ástæða til þess fyrir okkur fulltrúa Sósfl. fjvn., sem vorum þessari afgreiðslu andvígir, að gefa yfirlýsingar frá okkar hálfu um afstöðu okkar til þessarar óvenjulegu afgreiðslu fjvn. Ég skal nú lýsa því, hvernig sá ágreiningur, sem orðið hefur, kom fram í n.

Er n. hafði starfað í nokkurn tíma og gerðar höfðu verið frumtill. um útgjöld til vegamála, hafnar- og brúargerða o.fl., var byrjað að athuga teknahliðina til þess að sjá, hverju hægt mundi að verja til ýmissa menningarmála. Það var jafnan gott samkomulag í n., meðan gerðar voru þessar bráðabirgðatill. um útgjöld til vegamála, hafnar- og brúargerða og annars. En þegar n. var búin að þessu og farið var að ræða um teknahliðina, þá kom í ljós, að sumir voru á þeirri skoðun, að ekki mundi hægt að hækka svo teknahliðina, að unnt yrði að standa við þær till., sem búið var að gera, nema fjárl. yrðu afgreidd með tekjuhalla.

Hækkun sú á útgjöldum, sem nál. gerir ráð fyrir, nemur um 7 millj. kr. En í þeim frumtill. fjvn., sem gerðar hafa verið, en enn eigi lagðar fram, er gert ráð fyrir, að hækka þurfi framlög til vegamála um 1,8 millj. kr. og til brúargerða um 0,8 millj. kr. Auk þess er nauðsynlegt, ef á að halda fjárpestarvörnunum áfram, að hækka framlög til þeirra um 2 millj, kr. Einnig er hér á ferðinni frv. um fiskveiðasjóð, sem útlit er fyrir, að verði nú að l., og mun það þá auka útgjöld ríkissjóðs um 2 millj. kr. Það mun því alls ekki hjá því komizt að hækka útgjaldalið fjárl. um 17–20 millj. kr. Hæstv. fjmrh. s í enga möguleika til þess að hækka teknahliðina nema um ca. 3 millj. kr., en aumir fulltrúarnir í fjvn. álitu, að ef til vill mundi hægt að hækka hana um 5–6 millj. kr. Þegar það var sýnt, að þessar skoðanir yrðu ofan á í fjvn., gátu frumtill. þær, sem gerðar höfðu verið um vegamál o.fl., ekki komið til greina, nema því aðeins, að fjárl. yrðu afgreidd með tekjuhalla. Þá gerði meiri hl. fjvn. þá furðulegu samþykkt, að geyma skyldi þessar till. til 3. umr. Þá töldum við í minni hl. ástæðu til þess að álíta, að ætlunin væri sú að hækka teknahliðina einungis lítið eitt og afsaka svo með því, að ekki væri hægt að verja meiru til útgjalda. Við erum á þeirri skoðun, að það sé alger óþarfi að hækka ekki meira teknahliðina, svo að hægt sé að leggja þessar till. fram nú þegar. Það, sem ætti nú einkum að liggja fyrir, er það, hvað hægt muni að hækka teknahliðina mikið. Er aðeins hægt að hækka hana um 3 millj. kr. eða 5–6 millj. kr. eða, eins og við álítum, um ca. 20 millj.?

Það hefur jafnvel verið látið skína í það, að þessi bið á að koma fram með till. n. væri að ósk ríkisstj., svo að hún gæti gefið nokkrar upplýsingar um teknamöguleikana. En ríkisstj. óskaði ekki eftir neinni slíkri bið.

Ég skal nú fara nokkru nánar út í það, hverjir þeir einstöku teknaliðir eru, sem einkum munu reynast hærri að okkar áliti. Það eru í raun og veru einkum þrír liðir, sem skipta verulegu máli. Það er í fyrsta lagi 2. liður í 2. gr. frv., um tekju- og eignarskatt og stríðsgróðaskatt, og svo eru það 12. og 13, liður sömu gr., um tolla. Hina aðra liði teknahliðarinnar mun ýmsa hægt að hækka eitthvað, en það eru einkum þessir þrír liðir, sem ágreiningur hefur orðið um, hve hátt megi áætla. Árið 1942 varð tekju- og eignarskattur 13.6 millj. kr. og stríðsgróðaskattur 7.7 millj. kr., eða samtals 21.3 millj. kr. Í fjárlagafrv. fyrir þetta ár eru þessir skattar hins vegar áætlaðir aðeins 15 millj. kr. eða 6,3 millj. króna Iægri en þeir reyndust s.l. ár. Nú lítur þó út fyrir, að tekju- og eignarskattur verði enn hærri en áður. Nú hafa flestir fengið ;,'0-40°ió grunnkaupshækkun og sumir enn þá meira, og er því ástæða til þess að ætla, að þessir skattar verði stórkostlega hærri en nú. Það er því ekki nema að vonum, að okkur þætti þessi liður of lágt áætlaður og lögðum því til, að hann yrði hækkaður úr 15 millj. kr. upp í a.m.k. 25 millj. kr.

Um tollana er það að segja, að vörumagnstollur er nú áætlaður 5 millj. kr., en var s.l. ár 9 millj. og 350 þús. kr. Það er því gert ráð fyrir, að hann verði nærri helmingi lægri en s.l. ár. Þetta er rökstutt með því, að nú sé mjög ljótt útlit með alla aðflutninga á vörum til landsins. En þótt svo kunni að vera, er ekki ástæða til þess að ætla, að vöruinnflutningurinn verði helmingi minni en nú er, og ætti þessi liður því að hækka töluvert.

Verðtollurinn nam s.l. ár 34 millj. og 850 þús. kr. Nú er hann áætlaður 15 millj. kr., eða ekki helmingur þess, sem hann reyndist s.l. ár. Þetta er varið með því, að menn vilja álíta, að litið verði flutt inn frá útlöndum á næsta ári. Nú er þó svo, að vöruverð mun almennt hækka og farmgjöld hækka líka eitthvað, en verðtollurinn miðast einkum við þetta, og álítum við því, að mætti áræða að hækka þennan lið úr 15 millj. í a.m.k. 22 millj. kr.

Ég verð að segja það, að þegar slíkar raddir koma fram í fjvn. og þær svo sterkar, að því nær engar till. eru lagðar fram við 2. umr., þá liggur nærri að álykta, að þær séu ekki lagðar fram af því, að þeim sé alls ekki ætlað að koma fram, og þá er ekki nema eðlilegt, að við álitum þess fulla nauðsyn að benda á, að möguleikarnir til þess að hækka teknahliðina séu allverulegir og af því beri að leggja fram till. um það.

Ég get ekki látið mér nægja það, að því skuli haldið fram, að engin hætta sé á, að till. fjvn. verði ekki samþ. við 3. umr. Það er full ástæða til þess að óttast, að ætlunin sé að stinga þeim undir stól. Eða hvaða skýringu gefa þessir menn á því, að ekki megi leggja til nú þegar að veita 1 millj. kr. til brúargerða, þar sem þess er full nauðsyn? Hví skyldi ekki mega leggja það fram strax við 2. umr., ef möguleikar eru á því?

Ég skal nú víkja nokkrum orðum að mínum brtt. og rökstyðja þær eftir þörfum. Þá er fyrst brtt. á þskj. 312, VI. liður, þar sem við hv. 11. landsk. leggjum til, að veittar verði til brúargerða 1 millj. kr. í stað 150 þús. kr. í fjárlfrv. Þessi brtt. miðast fyrst og fremst við það, hvað minnst er hægt að komast af með að veita til þessara mála. Það var aldrei ætlun mín eða flokksmanna minna hér að hrúga inn till. um ýmis þýðingarlítil málefni. Við höfum aðeins mælzt til þess, að hér yrðu lagðar fram eðlilegar og nauðsynlegar till.

Þá er það í öðru lagi brtt. á þskj. 312, XI. liður, þar sem við hv. 7. landsk. leggjum til, að fjárveiting til flugmála verði hækkuð úr 50 þús. kr. upp í 200 þús. kr. Þetta er að vísu nokkur hækkun, en við teljum hana mjög nauðsynlega, og hún er þó ekki eins mikil og flugmálaráðunautur ríkisins hefur lagt til, að gerð yrði.

Þá er þriðja brtt., sem ég stend að, á þskj. 312, nr. XII. Það kom beiðni frá menntaskólanum á Akureyri um fjárveitingu til endurbóta á leikfimihúsi skólans, en það hefur verið ónothæft um margra ára skeið. Till. er á þá leið, að við 14. gr. bætist nýr liður: „Til endurbóta leikfimihúss kr. 60000.00: Nú virtist meiri hl. n. vera fylgjandi brtt., en þó vildi n. ekki bera till. fram í því nál., sem kom frá henni.

Brtt. XIII er um að auka styrk til byggingar barnaskóla upp í kr. 500000.00 úr kr. 100000.00, sem gert er ráð fyrir í fjárlfrv. Þörfin er mjög brýn á auknum framkvæmdum í þessu efni samkv. skýrslu fræðslumálaráðuneytisins, og er því sízt nú, þegar tekjur ríkissjóðs eru eins miklar og þær eru, ástæða til að skera við nögl sér framlög til þeirra framkvæmda.

XIV. brtt. er um aukin framlög til styrktar íþróttamálum landsins. N. hafði tekið vel í að hækka þessa fjárveitingu í kr. 300000, en það er lægri upphæð en íþróttafulltrúinn lagði til, að veitt yrði. Upphæðin í fjárl. er ófullnægjandi til þess að verða við kröfum utan af landi um byggingu íþróttahúsa og annarra íþróttamannvirkja, sem komin eru nokkuð áleiðis. Liggur í augum uppi, að nauðsynlegt er að ljúka þeim, svo að þau geti sem fyrst komið að notum.

XXVIII. brtt. er um það, að fjárveiting til byggingar nýrra vita hækki úr kr. 200000.00 í kr. 500000. Fjvn. vildi fara upp í kr. 250000.00. Með það var ég óánægður, því að allt í kringum land. er brýn þörf umbóta í vitamálum, og sjómannastéttin á annað skilið en að slík smánarupphæð sé neitt í þessu skyni.

Ég skal taka það fram, að ég hefði viljað fara miklu hærra, en þar sem n. vildi það ekki, sá ég mér ekki fært að leggja til meiri hækkun en í kr. 500000.00.

Þá hef ég gert grein fyrir þeim brtt., sem ég hef lagt fram við frv., og þarf ég ekki að fara fleiri orðum um það.

Um fjárlfrv. eins og það liggur nú fyrir þinginu, er það kunnugt, að ekki verður hjá því komizt, að útgjaldaliðir þess hækki mikið, og er þm. það ljóst, að svo hlýtur að fara. Till. um hækkun, sem nemur tugum þúsunda og jafnvel milljónum, hljóta að koma fram. Það væri því æskilegt, að þær till. kæmu fram við 2. umr., en yrðu ekki geymdar til síðustu stundar. Ég hef tilhneigingu til að ætla, að brtt. við fjárl., sem fjvn. hefur samið frumdrög að, en meiri hl. vill nú ekki leggja fram við 2. umr., séu geymdar í þeim tilgangi að leggja þær ekki fram.

Í sambandi við þessa óvenjulegu afgreiðslu meiri hl. fjvn. að leggja nálega engar brtt. fram nú við 2. umr., hefur verið á það minnzt, að rétt sé að bíða með slíkar till. vegna þess að e.t.v. ætli ríkisstj. að koma fram með verulegar breyt. á launagreiðslum í tilefni af dýrtíðarráðstöfunum hennar — þá vil ég geta þess, að raddir hafa komið fram í fjvn. um að fara þá leið að banna að greiða fullar verðlagsuppbætur á laun og takmarka slíkar uppbætur við 4/5 af dýrtíðarvísitölunni. En sé þörf að láta till. fjvn. um verklegar framkvæmdir bíða vegna þessa, þá hefði ekki síður átt að geyma þær till., sem n. nú leggur fraan, sem flestar eru um launagreiðslur og fulla dýrtíðaruppbót.

Ég held, að hv. fjvn. hafi fengið allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi afgreiðslu fjárl. og því sé óþarft að bíða. En því þá ekki að bera fram þessar till. strax í stað þess að geyma það til síðustu stundar, þar sem öll nauðsynleg gögn eru fengin?

Að lokum vil ég lýsa yfir því, að mér þykja till. um fjárveitingar til vegagerða, hafnargerða og annarra slíkra framkvæmda alltof lágar.