02.02.1943
Sameinað þing: 19. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 283 í B-deild Alþingistíðinda. (523)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Kristinn Andrésson:

Það eru aðeins nokkur orð viðvíkjandi því, sem hv. þm. Ísaf. sagði um brtt. Þetta er mesti misskilningur hjá hv. þm. Styrkhæstir menn höfðu 5000 kr. árið 1938. Þessir allir voru með 2500 kr. Við gátum ekki hækkað þá alla. Við gátum ekki skilið ráðstafanir Alþ. öðruvísi en styrkur sá, sem þeir hafa á 15. gr., til bókasafna, væri bókasafnsstyrkur. En eins og ég tók fram fyrr í dag, greiði ég með ánægju atkv. með þeirri till., sem fram er komin. Ég greiði með ánægju atkv. með því, að ekki sé verið að metast um menn eftir pólitískum skoðunum eða eftir því, hvort einhver litur á þennan sem meira skáld en annan.

Ég get tekið undir það, að þessir styrkir komi aftur undir 18. gr. fjárl. Hins vegar tekur mig sárt, að þessar harðvítugu deilur skuli hafa þurft að vera hér út af listamönnum. Og mér finnst, að Alþ. ætti nú að binda enda á þetta mál með því að láta listamenn fá vilja sínum framgengt í þessu efni og setja þá aftur inn í 18. gr. Það er sorglegt, að þessar illvígu deilur skuli þurfa að endurtaka sig hvað eftir annað, utan þings og innan, um þessi mál. Og ég harma mjög mikið, ef ég þarf framvegis að verða þátttakandi í s v ona deilum.