03.02.1943
Sameinað þing: 20. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 289 í B-deild Alþingistíðinda. (550)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Eiríkur Einarsson:

Ég lít svo á, að auðveldara sé að hafa úthlutun þessara styrkja í höndum menntamálaráðs en að hún heyri beint undir sjálft Alþingi. Ef einhver óánægja er með þá menn, sem í ráðinu sitja, og störf þeirra þar, þá tel ég, að ætti að laga það með því að skipta um menn frekar en að vera að fara þá leið, sem hér er um að ræða. Því segi ég nei.