19.11.1942
Sameinað þing: 1. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í B-deild Alþingistíðinda. (56)

Rannsókn kjörbréfa

Aldursforseti las upp bréf frá Einari Olgeirssyni, þar sem hann óskaði þess f.h. Sósfl., að heimilað yrði, að varamaður Þórðar Benediktssonar, 2. landsk., er lá veikur, tæki sæti á þinginu. Fól forseti 1. kjördeild að athuga kjörbréf hins væntanlega þm. Að þeirri athugun lokinni tók þingið málið til meðferðar.