19.11.1942
Sameinað þing: 1. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í B-deild Alþingistíðinda. (57)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 1. kjördeildar (Haraldur Guðmundsson):

1. kjördeild hefur fengið til athugunar kjörbréf Þórodds Guðmundssonar, sem er 1. uppbótarþm. Sósfl. til vara, og leggur hún til, að það verði tekið gilt. Á meðferð málsins er að vísu sá formgalli, að 2. landsk., sem þessum varaþm. er ætlað að mæta fyrir, hefur ekki sent beiðni um það sjálfur. En þar sem svo stendur á, að hann er nýlega skorinn upp, verður að telja þetta eigi óeðlilegt. Samkvæmt 144. gr. þingskapa á varamaður að sitja á þingi minnst tvær vikur, ef hann tekur þar sæti. Ég legg þá til, að kjörbréfið sé tekið gilt.