11.02.1943
Sameinað þing: 24. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 369 í B-deild Alþingistíðinda. (579)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Jóhann Jósefsson:

Vegna þess að enginn er nú viðstaddur af hv. fjvnm., en ég þyrfti að ræða alvarlegt atriði við hana, þá vildi ég fá að bíða lítið eitt með ræðu mína. Ég vil spyrja hæstv. forseta, hvort ekki sé tilhlýðilegra að fjvn., eða a.m.k. einhver hluti hennar, sé viðstaddur við þessa umr., enda þótt hún sé vitur vel.