11.02.1943
Sameinað þing: 24. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 398 í B-deild Alþingistíðinda. (593)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Sigurður Guðnason:

Herra forseti. — Ég var hér með tvær smábrtt. við 2. umr. fjárl., sem ég tók aftur til 3. umr., og má ég vera þakklátur hv. fjvn., vegna þess að hún hefur tekið þær báðar til greina í brtt. sínum og heftir hækkað þessa liði að nokkrum mun, en samt ekki eins mikið og þær brtt. fóru fram á.

Það er í fyrsta tagi styrkurinn til Leikfélags Rvíkur. Ég fór nokkrum orðum um þetta mál við 2. umr. Þessi styrkur, sem leikfélagið hefur haft undanfarin ár og hafði síðastliðið ár, var 8 þús. kr., en ég fer fram á, að hann verði hækkaður upp í 20 þús. kr., og vildi ég gera nokkra grein fyrir þessari till. Þetta er eflaust álitin nokkuð mikil upphæð, en á síðastliðnu ári hefur Leikfélag Reykjavíkur greitt kr. 18807.12 í skemnntanaskatt, svo að styrkur sá, sem það fékk frá ríkinu og Rvíkurbæ, sem var á s.l. ári kr. 10000, dugði ekki til þess að borga þann skemmtanaskatt, sem félagið varð að borga, svo að allir sjá, að þetta er ekki styrkur til þess að geta haldið uppi þeirri menningarstarfsemi, sem það rekur og allir eru sannfærðir um að hafi gildi bæði fyrir land og bæ. Svo er það önnur brtt., viðvíkjandi því, að þessi styrkur sé háður því, að það fáist a.m.k. jafn styrkur frá Rvíkurbæ. Við leggjum til, að þessi kvöð verði lögð niður, vegna þess að styrkurinn, sem Rvíkurbær leggur félaginu, hefur eingöngu farið til þess að greiða skatta til ríkisins. Við teljum ekki nauðsynlegt, að Rvíkurbær greiði jafnháan styrk, vegna þess að skattur sá, sem leikfélagið borgar, skemmtanaskatturinn, rennur eingöngu til ríkisins. Ég vona, að þm. sjái, að þetta er ákaflega einkennileg aðferð til þess að styrkja menningarstarfsemi.

Hin brtt., sem ég er flm. að, er viðvíkjandi styrktarsjóði sjómanna og verkamanna í Rvík. Í byrjun var það þannig, að Rvíkurbær borgaði kr. 1.00 á meðlim, sem styrksins varð aðnjótandi, og þingið veitti sem svaraði kr. 1.00 á meðlim, en þegar fjölgaði í félögunum, sem urðu styrksins aðnjótandi, hefur Rvíkurbær tekið upp þá reglu að greiða kr. 10000.00, og hefur því í raun og veru greitt það gjald, sem byrjað var á, en styrkurinn frá ríkinu var kr. 4000.00, sem hv. fjvn. færði upp í kr. 6000.00, og við förum fram á, að verði kr. 8000.00. Það mun þó vart ná því að verða kr. 1.00 á meðlim, því að þeir eru um 9000. Þessi styrkur er eingöngu veittur verkamönnum, sem verða fyrir sjúkdómsáföllum og þar af leiðandi fyrir stórkostlegu atvinnutapi. Þetta er lítið fé, en það er venja hjá Alþýðusambandi Íslands að veita þennan styrk síðari hluta árs, og voru á s.l. ári veittar úr þessum sjóði um 16000 kr., og fengu hann 8090 manns, svo að þetta er lítið fyrir hvern í þeirri dýrtíð, sem nú er. Þetta er aðeins glaðning, en ekki nokkur styrkur til lífsframfæris, og eftir þeim fjölda, sem á að þiggja þennan styrk, getur þetta ekki náð þeim tilgangi, sem ætlazt var til, þegar þessi sjóður hóf göngu sína fyrst. Enda veit ég, að fjvn. hefur séð, að hér var um réttlætismál að ræða, þótt hún næði því ekki að fara eftir þeirri till., sem ég lagði fram.