15.03.1943
Efri deild: 73. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 485 í B-deild Alþingistíðinda. (673)

110. mál, ráðstafanir og tekjuöflun vegna dýrtíða og erfiðleika atvinnuveganna

Gísli Jónason:

Ég vil benda á í sambandi við ummæli hæstv. fjmrh., að tölur þær, sem hann fór með, eru ekkert nærri sanni um það, hvað kostar í rauninni að flytja fiskinn út. Þetta er ekki mælt út í bláinn. Ég styðst við reikninga, sem hafa verið gerðir og verða lagðir fyrir ríkisstj. innan fárra daga. Það er e.t.v. ekki fjarri lagi, sem tilfært er um kostnaðinn þá daga, sem skipið er á leiðinni milli landa, en þá er eftir að skipa upp og koma aflanum í verð og margt fleira, eins og hægt er að sýna svart hvítu. Ég hygg, að einungis á 3% gjaldinu muni lagt 5–6 þús. kr. of mikið á meðalskip. Og nú má búast við, að dómur falli á ríkisstj. um 30–40 þús. kr. á skip fyrir rangreiknaðan útflutningstoll. Ég tel það ekki sæmilegt í skatta- og tollamáum, að ríkisstj. neyði menn út í málaferli við sig um deiluefni, þar sem sérfróðir menn ættu að geta sýnt henni, að hún hefur hverfandi litlar líkur til að vinna, ekki sízt þegar lítið er á það ranglæti, vaxtatap og rekstrarerfiðleika, sem það stjórnarlag hlýtur að baka mönnum. Ríkisstj. ætti að sjá, að það er alls ekkert fagurt fordæmi, sem hún gefur.

Orsök þess, að útgerðarmenn sættu sig við, að þannig vær í innheimt, var, að þeir álitu, að 2—2,5% útflutningsgjaldið væri svo lítið atriði, að ekki væri vert að deila um það. En þegar 10% tollurinn kom 1. ág., breyttist það alveg.

Ég tel óviðunandi að hafa ekki sömu lög í sama landi hjá þeim, sem veiða, og þeim, sem kaupa fisk, þó að hagnaður geti verið misjafn. Sé það ekki lagað, neyðast menn til að finna leiðir til að komast fram hjá svona lögum.