15.03.1943
Efri deild: 73. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 485 í B-deild Alþingistíðinda. (674)

110. mál, ráðstafanir og tekjuöflun vegna dýrtíða og erfiðleika atvinnuveganna

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Hv. þm. Barð. hélt því fram, að tölurnar, sem ég fór með, hefðu ekki verið réttar. (GJ: Þær eru víst rétt reiknaðar, en gefa ranga niðurstöðu). Þær komu frá Félagi íslenzkra botnvörpuskipaeigenda og eru á þess ábyrgð, og kemur mér á óvart, ef það hefur reiknað þær rangt eða á röngum grundvelli.

Ég skal láta ósagt, hvort þm. getur komið með réttari tölur. En að sjálfsögðu verða þær athugaðar, ef hann leggur þær fram.