08.02.1943
Efri deild: 50. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 487 í B-deild Alþingistíðinda. (690)

124. mál, taka ljósmynda og meðferð ljósmyndavéla

Dómsmrh. (Einar Arnórsson):

Herra forseti. — Þetta frv. er hingað komið frá hv. Nd. og lítur að banni við töku ljósmynda og meðferð ljósmyndavéla.

Eins og hv. þm. er kunnugt, þá hafa hinir sérstöku hagir, sem landsmenn nú eiga við að búa, gert það nauðsynlegt, að bætt sé úr skorti á l. um þetta efni. Það er ekki í gildandi l. til neitt bann við töku ljósmynda og meðferð ljósmyndavéla á tilteknum svæðum og ekki heldur nein ákvæði um refsingar við slíku. Úr þessu er ætlað að bæta með þessu frv.

Ég vildi leyfa mér að leggja til, að þessu frv. verði að lokinni umr. vísað til 2. umr. og allshn. Og ef svo færi, að þinginu yrði slitið um næstu helgi, þá væri mér kært, að þessu máli yrði hraðað, þannig að það gæti orðið afgr. frá þessu þingi.