17.11.1942
Sameinað þing: 1. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (7)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. meiri hl. 1. kjördeildar (Haraldur Guðmundsson):

1. kjördeild fékk til athugunar kjörbréf hv. þm. í 3. kjördeild. Engar kærur lágu fyrir um nokkurt kjörbréfanna, en um kjörbréf eins hv. þm., Gunnars Thoroddsens, þm. Snæf., var borin fram athugasemd af einum hv. þm. í kjördeildinni. Atkvgr. í kjördeildinni féll þó þannig, að samþ. var að leggja til, að kjörbréf allra hv. þm. 3. kjördeildar yrðu samþ. En jafnframt var ákveðið að leggja til við hv. Alþ., að það vísaði kjörbréfi Gunnars Thoroddsens til kjörbréfanefndar til frekari rannsóknar.