03.03.1943
Efri deild: 68. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 520 í B-deild Alþingistíðinda. (749)

116. mál, húsaleiga

Frsm. (Guðmundur Í. Guðmundsson):

Herra forseti. — Allshn. hefur haft frv. þetta til athugunar. Hefur hún haldið um það allmarga fundi og farið í gegnum það og borið það nákvæmlega saman við gildandi l. og einnig kynnt sér frv., sem fyrir þinginu liggur um þessi mál, og að öllu þessu athuguðu hefur n. orðið sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. með nokkrum breyt.

Breyt. þær, sem n. leggur til, að gerðar verði a frv., eru flestar smávægilegar og lúta að mestu leyti að því að lagfæra formið á einstökum atriðum frv. Rétt er þó að taka fram þegar í upphafi, að í n. hafa komið fram raddir um að gera nokkru frekar breyt. á frv. en n. hefur viljað ganga inn á.

Þær brtt., sem fram hafa komið til viðbótar við það, sem n. leggur til, eru við 5. gr. Hafa 2 nm. sérstaklega viljað gera verulegar efnisbreyt. á 5. gr., og hafa nú þessir nm. borið fram sérstakar brtt. við þessa gr. Allir hafa nm. skrifað undir nál. með þeim fyrirvara, að þeir áskilja sér rétt til að bera fram brtt. við frv. og einnig að fylgja þeim brtt., sem fram kynnu að koma. Loks hafa nokkrir nm. gert þann fyrirvara um afstöðu sína til einstakra gr. frv., að þeir áskilja sér rétt til að fylgja því aðeins ákveðnum gr. frv., að þeir fái gerðar á þeim þær breyt., sem þessir nm. telja sig geta við unað.

Grundvöllur sá, sem þetta lagafrv. byggist á, er lagður á Alþingi 1939, þegar samþ. voru l. nr. 10 4. apríl 1939 um gengisskráningu og ráðstafanir í því sambandi. Þegar þau l. voru sett, var ástandið þannig á landi hér, að þingið varð að gera sérstakar ráðstafanir til viðréttingar atvinnuvegum landsmanna. Þessar ráðstafanir beindust fyrst og fremst að því að lækka gengi íslenzku krónunnar. Þegar þessi gengislækkun var gerð, var talin nokkur hætta á því, að það mundi leiða til verðhækkunar í landinu og þar með hækkun á húsaleigu.

Alþ. samþ. því 1. 10. apríl 1939, og fólst í þeim m.a. ákvæði, sem bannaði að hækka húsaleigu frá 4. apríl 1939, og sömuleiðis var bannað að segja leigutökum upp húsnæði, nema húsráðandi þyrfti sjálfur á því að halda handa sér eða vandamönnum sínum, eða leigutaki gerðist brotlegur gegn öðrum ákvæðum laganna. Einnig var með þessum l. sett á stofn húsaleigun. til að fella úrskurði í þessum málum, og hafa framkvæmd þeirra að öðru leyti. Ákvæði þessi voru sett fyrst og fremst til þess að koma í veg fyrir vaxandi dýrtíð í landinu. Það má segja, að þetta séu einustu ákvæðin, sem sett hafa verið, síðan 1939 í þeim tilgangi að stemma stigu fyrir dýrtíðinni, sem verið hafa í gildi til þessa dags, og haft veruleg og áþreifanleg áhrif í þá átt að sporna við dýrtíð í landinu. Síðan hafa hvað eftir annað verið gerðar á þeim ýmsar br. sem þó engan veginn hafa haggað þeim sjónarmiðum, sem lágu til grundvallar hinu upphafi. frv.

Nú er svo komið, að í gildi eru þrenn l. um húsaleigumál. Þetta veldur því, að þau eru orðin flókin og óaðgengileg fyrir þá, sem eiga að sjá um framkvæmd þeirra. Það hefur hvað eftir annað komið fyrir, að ruglingur hefur valdið erfiðleikum. En það er svo að sjá, að hv. þm. hafi ekki þótt nóg að hafa um þessi mál þrenn lög, því að á því Alþ., sem nú situr, hafa verið borin fram nokkur frv. til viðbótar, og mundi málið að sjálfsögðu verða ennþá flóknara en nú er, ef farið væri að afgreiða þau öll.

Þann 9. nóv. síðast liðinn skipaði hv. þáv. ríkisstj. n. til að athuga lagaákvæði þau, er þá voru í gildi um húsaleigu og húsnæðismál, og til að kynna sér ástandið í húsnæðismálum yfirleitt, og skyldi n. gera till. um lausn málanna. Í n. þessa voru skipaðir: Árni Tryggvason, formaður n., Sigurjón Á. Ólafsson fyrrv. alþm. og Gunnar Þorsteinsson, formaður fasteignaeigendafélags Rvíkur. Þessi n. skilaði síðan áliti sínu til stj. og má segja, að hún væri í öllum verulegum atriðum sammála, þó að einn nm. (form. fasteignaeigendafél.) hafi í ýmsum atriðum ekki viljað ganga inn á till., sem meirihl. n. hafði fram að bera. Ríkisstj. hefur tekið till. n. til athugunar, og er frv. þetta árangurinn af till. n. og athugunum stj. Eins og ríkisstj. lagði frv. fyrir Alþ., þá var það svo að segja óbreytt eins og það kom frá n. Meðan það var til athugunar í allshn., komu fram engar raddir um, að engin þörf væri á húsaleigulögum, engar raddir um, að nauðsyn bæri til að víkja frá þeim grundvallarsjónarmiðum, sem fylgt hafði 1., síðan þau voru sett í apríl 1939. Allir virðast sammála um, að húsaleigulögunum beri að halda áfram og fylgja eigi þeim grundvallarfyrirmælum sem þau eru byggð á. Það mun vera tvennt, sem þessu veldur. Í fyrsta lagi er öllum ljóst, að húsaleigulögin hafa verið þýðingarmikill þáttur í þeim margumtöluðu dýrtíðarráðstöfunum, sem reynt hefir verið að gera. Það liggur í augum uppi, ef ekki hefðu verið í l. fyrirmæli um þetta og húseigendur hefðu fengið að hækka húsaleiguna í samræmi við eftirspurnina, þá hefði húsaleiga fyrir löngu verið komin upp úr öllu valdi og dýrtíðin í landinu fyrir löngu orðin meiri en svo, að atvinnuvegir landsmanna hefðu staðið undir henni. — Það er því skoðun allshn., að nauðsynlegt sé að halda við húsaleigulögunum.

Þá hefur það frá upphafi verið annað aðalsjónarmið húsaleigul. að reyna að ráða bót á þeim húsnæðisvandræðum, sem ríkt hafa, að einhverju leyti. Það skal játað, að það fyrirmæli eitt að banna húsráðanda að segja leigutaka upp húsnæði, getur aldrei verið fullnægjandi. Það getur aldrei orðið meira en ráðstöfun, sem gagn er að í bili, en ekki varanleg hjálp. Það eina, sem getur orðið varanleg hjálp, er að stuðla að því, að hægt sé að ráðast í nýbyggingar til þess að svara eftirspurn um húsnæði. En meðan ekki er hægt að fullnægja þessari kröfu, þá hefur þótt nauðsynlegt að láta þau fyrirmæli standa, að húsráðandi megi ekki segja leigutaka upp húsnæði nema þau sérstöku skilyrði séu fyrir hendi, sem l. mæla fyrir um. Það segir sig sjálft, ef ekki hefði ver ið þetta bann í l., þá hefði húsráðendum verið opin leið til að fara í kringum fyrirmælin, sem banna hækkun húsaleigu. Á þessum grundvelli hefir allshn. orðið sammála um að halda við ákvæðunum um uppsögn húsnæðis og hækkun húsaleigu.

Hitt er annað mál, hvaða ákvæði til víðbótar á að taka upp í 1. Allshn. virðist þó þannig frá frv. gengið, að vel megi samþ. það, og að eins vel sé þarna um hnútana búið og hægt sé að gera ráð fyrir. Enda standa að undirbúningi þess menn, sem hafa mikla reynslu einmitt í þessum málum. Það má benda á það, að form. n. hefur starfað um langt skeið í húsaleigun. Reykjavíkur og fengið mikla reynslu þar að lútandi. Þetta frv. er byggt ekki sízt á þeirri reynslu.

Ég skal ekki fara ýtarlega út í einstök atriði þessa frv. en benda á, að það er að mjög verulegu leyti tekið upp úr ákvæðum gildandi l. um húsnæðismál. Ég skal aðeins víkja að nokkrum atriðum í stórum dráttum. 1. mgr. 1. gr. er að mestu leyti samhlj. l. nr. 126 frá 1941 og l. nr. 35 frá 1942. Svo er og um 3. mgr. þessarar gr. Þau grundvallarsjónarmið, sem fram koma í 1. og 3. mgr., eru þau sömu, og mgr. því að mestu leyti teknar upp úr þessum 1. En það kemur fram, að mþn. hefur talið nauðsyn á að rýmka nokkuð til um heimild þeirra, sem eiga hús, að segja upp húsnæði. Það skal bent á, að þeim atvinnurekendum, sem hafa misst húsnæði það, er þeir ráku atvinnu sína í, er heimilað að segja upp leigutaka í eigin húsi til þess að geta fengið húsnæði til atvinnureksturs síns. Þó er það bundið því skilyrði, að atvinnurekandi losi ekki íbúðarhúsnæði í þessum tilgangi. Til þess að þetta skuli koma skýrt fram og ótvírætt í frv., eru í 1. og 3. mgr. gerðar smávegis orðalags- og efnisbreytingar. Eru þær í a- og b-lið 1. brtt. á þskj. 478.

Þá er í 2. gr. frv. tekið upp það nýmæli að heimila leigusala að skipta á íbúð sinni og leigutaka. En í Nd. hafði í framhaldi af þessari till. verið bætt aftan við 1. mgr. 1. gr. ákv. í þá átt, að leigusala, sem býr í húsi annars manns, sé veitt sama heimild. Allshn. hefur orðið sammála um að seinasta setningin í 1. mgr. eigi heima aftan við 2. mgr. og leggur n. til að þessi tilfærsla verði gerð, samkv. tölul. lb 1. gr. brtt. á þskj. 478.

Í þessu felast nýmæli, sem að dómi allshn. eru rétt og sjálfsögð, en hún leggur til, að viðbótaratkvæði sé tekið upp um, að leigusali, sem þannig vill skipta á húsnæði, skuli tilkynna það með sama fyrirvara og hefði verið um uppsögn húsnæðis að ræða. En þetta er 1. gr. c., þskj. 478. Virðist n. sjálfsagt, að um þessi skipti séu látin gilda sömu ákvæði og um uppsögn yfirleitt. Það, sem nm. höfðu í huga, var, að ósanngjarnt væri að leigutaki hefði það vofandi yfir höfði sér, að leigusali kæmi fyrirvaralaust og krefðist þessarar breytingar. Ég tel að þetta sé í samræmi við tilgang milliþingan., en með því að það var ekki sagt í frv. skýrum stöfum, þótti allshn. vafasamt, hvort frv. hefði verið þannig skilið, ef til ágreinings hefði komið.

4. og 5. mgr. 1. gr. frv. eru að mestu — að vísu nýmæli í l. —, en teknar upp í frv. samkv. venjum, sem hafa myndazt samkvæmt úrskurði húsaleigun.

2. mgr. er beinlínis tekin úr l. nr. 126 frá 1941. Sama er að segja um 3. gr. Hún er að verulegu leyti úr 1. nr. 126 frá 1941. Eins og frv. kom til þessarar hv. d., þá var samkv. 2. mgr. 3. gr. heimilt, þegar sérstaklega stæði á, að veita opinberum starfsmönnum, alþm. og nemendum í föstum skólum undanþágu um tiltekinn eða ótiltekinn tíma, til að fá húsnæði í þeim bæjum eða byggðarlögum, þar sem þeir ekki eiga heima. Samkv. þessari gr. er það lagt á vald húsaleigun hvenær veita skuli þessa heimild. Allshn. þótti ástæða til að breyta þessu. Taldi hún, að húsaleigun. væri þar með veitt vald til að velja, hverjum og hvað mörgum utanbæjarnámsmönnum væri gert kleift að stunda nám. Allshn. finnst ekki geta komið til mála, að húsaleigun. sé fengið slíkt vald. Hið sama finnst henni hljóta að gilda um opinbera starfsmenn og alþm. Þess vegna hefur hún tekið upp ákvæði um þetta með brtt., sem er 2. tölul. á þskj. 478, þess efnis, að þessu fólki skuli veitt leyfi til að fá húsnæði. Auk þess er húsaleigun. veitt heimild að veita öðrum slíka undanþágu, ef sérstaklega stendur á. Í framhaldi af þessum br. er svo br. við 3. mgr. 3. gr.

Um 4. gr. frv. er ekkert að segja. Hún er tekin upp úr fyrri 1. - Þá komum við að 5. gr. frv., en það er sú gr., sem valdið hefur nokkrum ágreiningi í n. Allir eru að vísu sammála um 1. mgr. 5. gr., sem er þess efnis, að húsaleigun. sé heimilt að taka til umráða auðar íbúðir og ráðstafa þeim til handa húsnæðislausu innanhéraðsfólki. En þegar kemur til 2., 3., 4. og 5. mgr. 5. gr., þá hefur risið upp ágreiningur í allshn. hv. Ed. Ég og nokkrir aðrir nm. geta ekki fallizt á annað en að yfirstjórn þessara mála hljóti og eigi að vera í höndum bæjar- og sveitarstjórna. Ég vil benda á það, að bæjar- og sveitarstjórnir eru beinlínis kosnar af borgurunum í þeim tilgangi, að þær ráði fram úr sameiginlegum vandamálum borgaranna. Það er að þeim, sem borgararnir hafa beinan aðgang. Því er eðlilegast, að þeir fulltrúar, sem beinlínis eru kosnir af borgurunum til að gæta hagsmuna þeirra, hafi sérstaklega með þessi mál að gera. Þess vegna hefur meirihl. allshn. viljað, að þetta ákvæði stæði enn, að bæjarstj. köstuðu ekki þessu máli frá sér á herðar húsaleigun.

Hér er um svo viðkvæmt mál að ræða, að sjálfsagt er að ræða það frá öllum sjónarmiðum, áður en gengið er endanlega frá því.

Ég er sannfærður um, að öruggasta tryggingin fyrir því, að öll sjónarmið séu dregin fram í slíkum tilfellum, er, að þessi mál séu í höndum bæjar- og sveitarstjórna.

Ég skal játa að það er mjög hart að gengið við húseigendur að taka af þeim það húsnæði, sem þeir hafa framyfir það, sem nauðsynlegt er. Þetta eru mjög harðar ráðstafanir, því er ekki hægt að neita, en eins og nú standa sakir fæ ég ekki betur séð en þær séu nauðsynlegar. Ég vil nú sérstaklega benda á, að sú hefur orðið verkun húsaleigulaganna, að húseigendur hafa tekið til eigin nota húsnæði umfram þarfir. Ástæðan er sú, að þeir eru hræddir við að taka leigjendur vegna þess, hve líklegt er, að þeir geti ekki losnað við þá aftur, er þeir þurfa sjálfir á húsnæðinu að halda. Þetta hefur orðið til þess, að margir húseigendur hafa tekið til eigin afnota meira húsnæði en þeim hefur verið nauðsynlegt. En þetta er bein afleiðing af því að samkvæmt ákvæðum húsaleigul. er húseigendum óheimilt að segja upp leigusamningum nema mjög brýna nauðsyn beri til, að hann fái sjálfur húsnæðið til afnota, og er því full þörf á að setja nú inn í lögin ákvæði, sem kemur í veg fyrir slíkt. Hér virðist sem ákvæði 5. gr. frv. hljóti að ýta undir þá, sem hafa meira húsnæði undir höndum en þeir þurfa að nota, með að leigja það út. Ég hygg, að með þessu komi 5. gr. frv. að mestum notum, ef að lögum verður. Þá er 6. gr. frv. Hún er að mestu leyti gömul. Aðalbreytingin í henni er það, að nú skal reikna út vísitölu fyrir húsaleigu oftar en áður var gert.

Þá er 7 gr. frv. og að mestu eins og hún er í 1. nr. 46 frá 1941. N. hefur flutt brtt. við hana um það, að hafi húsaleiga verið hækkuð samkvæmt heimild 6. gr. frv., þá skuli skylt að lækka hana aftur, ef vísitalan hækkar aftur. Þetta er ekki nema rétt og sanngjarnt, og hefur n. því borið fram brtt. nr. 3 á þskj. 478.

Þá er það 8. gr., og er í henni fólgin allmikil breyt., sem er sú að fjölga mönnum í húsaleigun. úr tveimur í fimm og skal vera skipt störfum með þeim þannig, að tveir nm. skulu framkvæma mat á húsaleigu og staðfestingu á leigumálum, en hinir eiga að úrskurða þau ágreiningsatriði, er þessi mál varða. Þetta er sjálfsögð og nauðsynleg breyt., vegna þess að starf húsaleigun., a.m.k. hér í Rvík, er nú orðið svo umfangsmikið, að engin tök eru á því fyrir þrjá menn að sinna því sem skyldi.

Um 9.–13. gr. er ekkert að segja. Þær eru að mestu eins og í gildandi 1.

Við 15. gr. hefur allshn. séð ástæðu til þess að bera fram brtt. Í þessari gr. er tekið fram, að öll ákvæði þessara l. skuli og gilda um leigu á húsum, bryggjum og pöllum til línuveiðabáta, sem róa úr landi, og hafi leiga eftir slík mannvirki verið greidd með aflahlut, þá geti leigutaki krafizt þess, að leigan verði metin til peningaverðs, enda megi hún ekki hækka meira en sem svarar hækkun almennrar húsaleigu. Okkur hefur komið saman um, að sanngjarnt sé að hafa þessa kröfuheimild gagnkvæma og höfum því lagt til, að í stað orðsins „leigutaki“ komi „aðili.“

Aðrar aths. sé ég ekki ástæðu til að gera við einstök atriði frv. Eins og ég gat um áðan, hefur allshn. orðið sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. með þeim breyt., sem hún hefur lagt til, að gerðar yrðu á því, en einstakir nm. áskilja sér þó rétt til þess að bera fram og fylgja brtt. við frv.