04.03.1943
Efri deild: 69. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 535 í B-deild Alþingistíðinda. (755)

116. mál, húsaleiga

Félmrh. (Jóhann Sæmundsson):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að gefa skýringu í sambandi við þessa fyrirspurn. Eins og frv. kom frá ríkisstj. var þessi mgr. svo hljóðandi:

„Í samráði við hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarstj. getur húsaleigun. (fasteignamatsn.) og tekið til sams konar ráðstöfunar tiltekinn hluta af íbúðarhúsnæði, sem afnotahafi getur, að mati nefndarinnar, án verið og unnt er að skipta úr. Þó getur afnotahafi ráðstafað þessum hluta húsnæðisins til handa þeim innanhéraðsmanni, er hann kýs, og hefur húsaleigun. (fasteignamatsn.) þá sams konar ráðstöfunarrétt á því húsnæði, sem þannig losnar.“

Ég vil vekja athygli á því, að eins og frv. kom frá ríkisstj. og eins og það var samið af n. voru hvergi þessi orð. Þau eru komin frá allshn. Nd. Þegar frv. kom þaðan, og er ég varð var við breyt. þá spurði ég einn hv. nm. í allshn. Nd., hvernig bæri að skilja þau. Þá var mér gefin þessi skýring. Ég hygg því, ef ekkert kæmi fram í umr., sem sannaði ótvírætt, að átt væri við annað en þetta, og mál risi út af ráðstöfun húsnæðis t.d., þá mundi dómarinn taka þessa skýringu nm. sem tilefni til að skilja ákvæðið svona — eða „subjektivrar“ lögskýringar.