11.03.1943
Efri deild: 71. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 555 í B-deild Alþingistíðinda. (772)

116. mál, húsaleiga

Ingvar Pálmason:

Herra forseti. — Ég sé ekki ástæðu til þess að svara hv. 5. þm. Reykv. neinu. Hann hefur tekið upp þann óhæfilega málarekstur að taka aðeins fyrir a-lið brtt. minnar, en ganga alveg fram hjá b-lið sömu till. Þetta læt ég nægja til hans. Ég get vel orðið við tilmælum hv. þm. Barð. um að taka brtt. mína aftur til 3. umr. Hún hefur nú verið rædd hér oj athuguð. Mér er það ekkert sérstakt kappsmál, að brtt. minar verði samþ. óbreyttar, heldur fyrst og fremst það, að reynt verði að bæta frv. sem mest, þannig að það verði afgreitt á viðunandi hátt. Ég vil því tilkynna hæstv. forseta það, að ég tek 1. brtt. mína bæði a- og b-lið og einnig 3. brtt. mína aftur til 3. umr., en ég sé hins vegar enga ástæðu til þess að taka 2. brtt. mína aftur og vil því láta hana koma til atkv. nú.