02.04.1943
Neðri deild: 89. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 577 í B-deild Alþingistíðinda. (810)

116. mál, húsaleiga

Félmrh. (Jóhann Sæmundsson):

Herra forseti. — Ég hef náttúrlega ekkert við það að athuga, að umr. um þetta mál verði frestað, ef þess er óskað, né heldur, að frv. fari til n. En ég leyfi mér að óska eindregið eftir því, að n. reyni þá að hraða störfum sínum sem mest, vegna þess að þetta mál hefur dregizt lengur en búizt var við, og ég vil segja óheppilega lengi. Það er dálitið erfitt að ráða fram úr þessum málum, ef það er meira eða minna óákveðið, hvernig fer um þetta frv.