07.04.1943
Efri deild: 91. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 588 í B-deild Alþingistíðinda. (850)

176. mál, samflot íslenzkra skipa

Atvmrh. (Vilhjálmur Þór):

Viðkomandi þeirri aths., sem hv. 6. þm. Reykv. gerði út af afgr. utanrn. á erindi, sem bæjarstjórn Reykjavíkur hefur sent þangað, þá er það að segja, að ég er kannske ekki nógu kunnugur málinu til þess að geta farið ýtarlega út í það hér, en til bráðabirgða vil ég upplýsa það, að hafnarstjórnin í Rvík hefur haft, án afskipta ráðun., með höndum meginsamninga við setuliðsstjórnina um viðskipti hafnarinnar við hin erlendu skip, sem hingað hafa leitað á vegum herstjórnarinnar. Hafnarstjórnin hefur, án afskipta ríkisstj., gert a.m.k. í mörgum tilfellum samkomulag í þessum efnum. Þess vegna mun ráðun. hafa litið svo á, að í þessu einstaka máli færi betur á því, að farin væri sú leið, sem hafnarstjórnin hefur aðallega farið þau ár, sem þessi viðskipti hafnarinnar við herstjórnina hafa átt sér stað. Ég tel æskilegt, að farin væri fyrst sú leið, að hafnarstjórnin komi til leiðar venjulegri samningaleið. Nú er það svo, að það eru fleiri hafnir, sem eiga í nokkrum samningum við herstjórnina, og vegna þess að þessi mál eru orðin nokkuð umfangsmikil, þykir ráðun. ástæða til að taka upp öll þessi mál sameiginlega, og hefur þegar fyrir skömmu verið skipuð þriggja manna n. til þess að talta upp samninga á vegum ríkisstj. í samráði við hafnarstjórnina um úrlausn ýmissa þessara mála. Þessi n. hefur verið skipuð fyrir fáum dögum, og er hafnarstjórinn í Rvík einn af nm., og vænti ég þess, að þessi nefndarskipun reynist heppilegur aðili til þess að flýta fyrir að greiða úr þeim málum, sem eru nú ókláruð á milli Reykjavíkurhafnar annars vegar og setuliðsstj. hins vegar. Vænti ég þess, að þessar upplýsingar megi, a.m.k. í bráð, viðkomandi þessum málum.

Hv. þm. Barð. spurðist fyrir um það, hvort ríkisstj. mundi gefa út reglugerð þá, sem hér fylgir með sem fylgiskjal, orðrétta og óbreytta eins og hún er hér sett. Ríkisstj. gerir ráð fyrir að gefa út reglugerð, sem væri a.m.k. í meginatriðum eins og sú, er hér birtist. Það verður a.m.k. ekki gerð á henni breyt. nema því aðeins, að um það fáist nýtt samkomulag á milli fulltrúa útgerðarmanna og fulltrúa stéttarfélaga sjómanna. Eins og ég sagði í framsöguræðu minni, þá er fengið samkomulag á milli fulltrúa beggja þessara aðila um það að una við reglugerð eins og þá, sem hér er prentuð.