07.04.1943
Neðri deild: 92. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 641 í B-deild Alþingistíðinda. (901)

140. mál, dýrtíðarráðstafanir

Forsrh. (Björn Þórðarson):

Herra forseti. — Hv. frsm. fjhn. hefur nú gert skilmerkilega grein fyrir gerðum hv. n., og skal ég ekki fjölyrða um einstök atriði í því sambandi, en aðeins taka þetta fram:

Eins og hv. d. getur farið nærri um, er ríkisstj. ekki ánægð með afgreiðslu málsins af hálfu hv. n. Sérstaklega harmar stj. það, að hv. n. hefur ekki komizt að niðurstöðu, sem tryggi varanlega lækkun dýrtíðar. Eftir 15. sept. er allt í óvissu, þó að n. voni, að sex manna n. takist að leysa málin á þann hátt, að verðbólgan skelli þá ekki yfir aftur. En um leið og hv. d. tekur málið til afgreiðslu, vil ég taka það fram fyrir hönd ríkisstj., að ef d. afgreiðir frv. í því formi, sem það hefur nú, eða öðru formi, sem er ekki n er till. stj. en þetta frv., þá mun stj. telja sér skylt að taka afstöðu sína til nýrrar athugunar. Þetta vildi ég taka fram, svo að hv. d. gæti haft það til hliðsjónar við afgreiðslu málsins.