09.04.1943
Neðri deild: 94. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 700 í B-deild Alþingistíðinda. (921)

140. mál, dýrtíðarráðstafanir

Stefán Jóh. Stefánsson:

Það eru aðeins örfáar aths., sem mér fannst rétt að gera út af þeim umr., sem orðið hafa hér í d. um mál það, sem mest hefur verið rætt um. Sérstakt tilefni gaf mér hv. þm. Siglf., sem hélt því fram, að það væri óviðurkvæmilegt af mér og hv. þm. Hafnf. að bera fram þær brtt., sem við gerum við brtt. hæstv. ríkisstj., að binda verðlag á íslenzkum afurðum með l., þótt ekki væri nema skamma stund, en með því að taka fram í hjá honum benti ég á, að hann, sem ber fram till. á þskj. 687, gerir nákvæmlega það sama, þ.e. að leggja til, að ákveðið verði verð á landbúnaðarafurðum, þar til n. sú, er skipa á, hefur skilað áliti sínu og annaðhvort myndað grundvöll með því að vera sammála um hlutfallið milli verðs á landbúnaðarafurðum og kaups eða þá orðið sundurþykk, og kemur þá til kasta hins pólitíska valds að ákveða, hvað þá skuli gert. Ég vil aðeins leiðrétta þann misskilning, sem þarna kom fram í ræðu hv. þm. Siglf. Hann getur vissulega ekki ráðizt á till. okkar alþýðuflokksmanna fyrir það sama og hann ásamt flokksmönnum sínum ber fram. Hitt er annað mál, að allt frá 1934 hefur verið haft skipulag um verðlag íslenzkra landbúnaðarafurða, og það hafa í raun og veru ekki verið bændur sjálfir, sem hafa ákveðið það verðlag, heldur n., sem skipuð er eftir sérstökum l. frá Alþ., og má vænta, að form., sem skipaður er af landbrh., geti þar miklu ráðið, þannig að ákvörðun verðs á landbúnaðarafurðunum hefur í níu ár verið ákaflega mikið í höndum hins pólitíska valds í landinu á hverjum tíma, en alls ekki í höndum samtaka bænda. Þarna kemur fram sá meginmunur, sem á þessu er og ákvörðunum á vinnu verkamannastéttarinnar. Þar hefur verið haldið fram, að ættu að vera frjálsir samningar milli atvinnurekenda og verkamanna. Með hliðsjón af þessu fannst okkur þm. Alþfl., að það væri ekki hart, þó að verð á vörum bænda væri til bráðabirgða ákveðið með l., en samtímis væri gert ráð fyrir, að skipuð væri n., sem skyldi vera bæði samningan. og einnig ákvörðunarn., ef samkomulag fengist.

Ég vil einnig taka fram, að mér þykir leiðinlegt, að hæstv. ríkisstj. skuli ekki ennþá hafa séð sér fært að lýsa yfir neinu út af brtt. okkar hv. þm. Hafnf., þar sem er að finna nokkrar brtt. við tal. sjálfrar stj. Ég hefði gjarnan viljað vita um afstöðu hæstv. stj. til þessara till. okkar og vil, úr því að ég stóð upp í annað sinn, ítreka, að hæstv. stj. léti eitthvað til sín heyra um þessar brtt. Það er ekki ósanngjörn ósk af okkar hendi, þar sem við viljum að verulegu leyti byggja á þeim grundvelli, sem hæstv. stj. hefur lagt með sínum eigin brtt., en færa þær þó í það horf, að viðunanlegt sé til samþykktar af sjónarhóli Alþfl., en ég geri ráð fyrir, að enn þá megi vænta einhverra nánari yfirlýsinga frá hæstv. stj. um þau málefni, sem hér liggja fyrir, og þá vil ég

mega vænta, þar sem mér skilst, að tveir hæstv. ráðh. eigi þess kost að hlýða á mál mitt, að orðið verði við þessari beiðni okkar, að hæstv. stj. lýsi afstöðu sinni til þessara brtt. okkar.