09.04.1943
Neðri deild: 94. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 727 í B-deild Alþingistíðinda. (939)

140. mál, dýrtíðarráðstafanir

Félmrh. (Jóhann Sæmundsson):

Aðeins örstutt athugasemd. Ég hef hálfgaman af að vera tekinn til altaris af hv. þm. V.- Sk. Ég verð að endurtaka það, sem ég sagði í dag í sambandi við aðkeypt vinnuafl, að kaupgjald hefur fimmfaldazt, og erum við hv. þm. V.-Sk. á sama máli um orsakir til þess. Svo var það, sem ég sagði um mjólkursamsöluna og meðferð mín á tölum í því sambandi. Vil ég aðeins taka það fram, að þar vitnaði ég í opinberar skýrslur og vísa þm. hér með þangað. Að endingu vil ég aðeins taka það fram, að tölur þær, sem ég fór með, verða ekki hraktar.