10.04.1943
Neðri deild: 96. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 745 í B-deild Alþingistíðinda. (982)

140. mál, dýrtíðarráðstafanir

Jakob Möller:

Það skiptir ekki ákaflega miklu máli með þessa skrifl. brtt. frá hv. 2. þm. S.-M. við 1. brtt. mína á þskj. 715, en ég hygg, að till. sé sprottin af misskilningi. Hv. þm. hefur ekki komið auga á, að það er skýrt tekið fram í brtt. minni, að heimilt sé að greiða verðlagsuppbætur eins og þar segir.

Svo er hitt, að nefna þau félagasambönd, sem semja beri við. Það má, af því að það stendur svo á, að ég held áreiðanlega, að það séu ekki nema tvö félagasambönd launþega, Alþýðusamband Íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæjar. En hvers vegna að slá því föstu, að jafnvel þó að fleiri sambönd væru til, þá ættu þau ekki að koma til greina. Það eru til mannmargar stéttir, svo sem skrifstofufólk og verzlunarfólk, sem hafa ekki allsherjarfélagasambönd. Hver, vegna á þá að slá því föstu, að þó að það hefði sín sambönd, þá kæmi það ekki til greina? Það er ekki á neinn hátt verra þó að orðalagið sé hatt eins og það er í minni till.

Viðvíkjandi annarri brtt. vil ég skjóta því til hæstv. forseta, hvort hann mundi sjá sér fært að bera hana upp. Ég greiddi ekki atkv. um hana við atkvgr. í gær, af því að hún var borin upp á þann hátt, sem hún var, þó ég væri henni samþ. En ef hæstv. forseti telur sig verða að halda sig svo strangt við bókstaf laganna, að af því að sams konar till. hefur verið felld áður, þó að það væri í öðru sambandi, þá sé ekki heimilt að bera hana upp, þá hef ég ekkert við því að segja.

Ég skal ekki blanda mér mikið inn í þær umr., sem fram hafa farið um niðurfellingu skattaívilnunar til handa atvinnufyrirtækjum, sérstaklega þeim, er sjávarútveg stunda, ef nýbyggingarsjóður er kominn yfir eina millj. kr. Mér þykir dálitið undarleg afstaða hjá d. að slá því föstu, að ef eitthvert fyrirtæki hefur það stóran skipastól, að ein millj. nægir ekki til endurbyggingar, að þá eigi ekki að endurnýja hann. Ég held, að togarar séu um það bil 30 í landinu. Við skulum hugsa okkur, að þeir séu eign þriggja fyrirtækja. (PZ: Við skulum taka dæmið eins og það liggur fyrir). Nei, ég sé enga ástæðu til að taka dæmið eins og það liggur fyrir. Við vitum, að það er bara þetta eina fyrirtæki, Kveldúlfur, sem má ekki endurbyggja skip sín, og það er allt of djúpt niðri í svívirðingunni. (SvbH: Kveldúlfur?) Hv. þm. N.-M. má verða sér til skammar enn einu sinni, ef hann óskar þess. Við skulum hugsa okkur, að þessi þrjú félög eigi 10 togara hvert. Þá má endurbyggja 11/2. Hina á ekki að endurnýja. Hvernig ætla verkalýðsleiðtogarnir þá að tryggja atvinnuna? Ég er hræddur um, að þriggja millj. kr. atvinnubótasjóður segi litið, ef þannig á að sjá fyrir endurnýjun atvinnutækjanna.