12.04.1943
Efri deild: 97. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 756 í B-deild Alþingistíðinda. (999)

140. mál, dýrtíðarráðstafanir

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Út af fyrirspurn hv. 3. landsk. vil ég taka það fram, að ef sá hluti frv., sem getur haft áhrif á vísitöluna, er framkvæmdur, þá geri ég ráð fyrir, að vísitalan geti lækkað um 35–37 stig eða í 235- 237 stig, miðað við þá vísitölu, sem hæst hefur verið 272 stig. Þessi lækkun vísitölunnar virðist geta átt sér stað á grundvelli frv., ef samningar þeir, sem gert er ráð fyrir í því, takast. Svo eru líkur til, að vísitalan gæti lækkað enn nokkuð að fyrsta mánuðinum liðnum, ef frv. nær fram að ganga.