21.10.1943
Efri deild: 37. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 657 í B-deild Alþingistíðinda. (1014)

96. mál, eyðing svartbaks

Haraldur Guðmundsson:

Mér þykir rétt að taka það fram, af því ég gat ekki verið á fundi n., þegar þetta mál var afgr., að ég var á sínum tíma á móti ákvæðinu um eitrun svartbaks í þessum l. og er á móti því enn. Ég vil taka undir með hv. 6. þm. Reykv. (BBen) og segja, að ég hygg, að ósannað sé, hver árangur hafi orðið að l., síðan þeim var breytt, og sérstaklega, hver árangur hafi orðið að eitrunarákvæðinu í l., sem hert var á, þegar þeim var breytt síðast. Ég get ekki verið samþykkur þessu, en ég mundi vera með till. um að fella burt eitrunarákvæðið, en herða þá á öðrum ákvæðum.