22.10.1943
Neðri deild: 36. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 665 í B-deild Alþingistíðinda. (1051)

112. mál, ófriðartryggingar

Frsm. (Finnur Jónsson):

Þetta frv. er flutt og samið af mþn. í sjávarútvegsmálum og miðar að því að létta af útgerðarmönnum og eigendum fiskveiðiskipa hér við land ófriðartryggingargjöldum, svo fremi að ekki verði á þeim skaðar vegna stríðsins. Verði hins vegar tjón, er gert ráð fyrir, að tryggingarnar taki til starfa og tryggingargjöldin verði innheimt til að standast kostnaðinn af tryggingunni.

Skip, sem nú stunda fiskveiðar hér við land, verja nú mörg stórfé til greiðslu tryggingargjalda, en reynslan hefur sýnt, að ekki hefur komið til, að tjón yrði, svo að teljandi sé, og þessi gjöld því verið greidd út úr landinu ófyrirsynju. Þessi l. yrðu því á sama grundvelli og lausafjártryggingar. Það er ekki ætlazt til, að tryggingarnar taki til starfa, nema tjón verði.

Ég held því, að það geti haft talsverða þýðingu fyrir sjávarútveginn, að þessi l. nái fram að ganga nú á þessu þ. Fyrir þá, sem hafa smíðað eða eru að smíða ný skip, verður kostnaðurinn ásamt tryggingunum nær óbærileg byrði.

Þetta frv. hefur fengið mikla athugun í mþn í sjávarútvegsmálum. Það var sent atvmrh., en hann sendi það sjútvn. með þeim ummælum, að hún greiddi fyrir því, eftir því sem hún sæi sér fært. Ég legg því til, að frv. verði samþ. óbreytt.