26.10.1943
Neðri deild: 38. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 674 í B-deild Alþingistíðinda. (1111)

45. mál, hafnarbótasjóður

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti. Þetta frv. hefur verið til athugunar í sjútvn., og hefur hún leitað álits vitamálastjóra um það, sem var hugmyndinni hlynntur í heildardrögum, og yfirleitt eru nm. sammála um að lögfesta frv., með lítilli breyt. þó.

Fyrri breyt. er við 1. gr. Fyrri liður þeirrar breyt. er við 1. málsgr. 1. gr., að í stað orðsins „kauptúnum“ komi: kaupstöðum. — Síðari liður breyt. er sá, að síðari málsliður gr. (1. gr.) falli niður. 1. gr. verður þá þannig: „Stofna skal sjóð, er nefnist hafnarbótasjóður. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að bættum hafnar- og lendingarskilyrðum í kaupstöðum og sjávarþorpum, þar sem aðstaða er góð til sjósóknar og framleiðslu sjávarafurða.“ N. ætlazt ekki til, að 1. gr. þurfi að véra lengri.

Hin breyt. er við 2. gr. og er einnig í tveimur liðum. Fyrri liðurinn er á þá lund, að í stað orðsins „tekjuafgangi“ komi: tekjum. — En hinn liðurinn er um það, að síðari málsl. fyrri málsgr. falli burt.

Aðrar breyt. eru það ekki, sem n. hefur orðið sammála um að flytja, en ég skal geta þess, að hv. 2, þm. S.-M. áskildi sér rétt til að greiða atkv. móti breyt. á 2. gr., einkanlega þó fyrri liðnum.