26.10.1943
Neðri deild: 38. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 674 í B-deild Alþingistíðinda. (1112)

45. mál, hafnarbótasjóður

Eysteinn Jónsson:

Ég er sammála öðrum nm. um að samþ. þetta frv., en ég er ekki sammála brtt. við 2. gr. Eins og frv. er núna, er ráðgert að verja tiltekinni fjárhæð af tekjuafgangi ríkissjóðs 1943 til þessa fyrirhugaða sjóðs, og skal lagt fram úr framkvæmdasjóði ríkisins það, sem á vantar, ef tekjuafgangurinn nær ekki þessari upphæð. Þetta vil ég, að standi óbreytt, en hinir nm. vilja verja þessari upphæð af tekjum ríkissjóðs 1943 án tillits til, hvaða tekjuafgangur kann að verða. Það má vera, að í reyndinni verði enginn munur á þessu, ef tekjuafgangurinn hrekkur fyrir þessari tilteknu upphæð, en eigi að síður felli ég mig betur við, að Alþ. miði fjárveitingar sínar við tekjuafgang, en stofni ekki til stórfelldra útgjalda án þess að vita um afkomu ríkisins.